YSL og Gucci mæta á Hafnartorg 8. júní

Það styttist í að landsmenn fá lúxusmerkjavörur beint í æð því Colla­ge the Shop mun opna á Geirsgötu 4 á Hafn­ar­torgi 8. júní. Þar verður boðið upp á hátískumerki á borð við Gucci, Saint Laurent, Valentino, Loewe, Burberry, Bottega Veneta og Mulberry svo einhver merki séu nefnd. 

Verslunin er hluti af fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu Group 88 sem hef­ur verið leiðandi ein­kasölusaðili á há­tísku­vörumerkj­um í Skandi­nav­íu síðan 1988. Versluninni er ætlað að auka markaðsstöðu fyrirtækisins sem leiðandi hágæða lúxusfyrirtæki í Skandinavíu. Group 88 er rekið af dönsku bræðrun­um Thom­as og Marius Møller og eru þeir þriðja kyn­slóð fjölskyldunn­ar sem stýr­ir fyr­ir­tæk­inu. 

Í versluninni verður að finna fjölbreyttan tískufatnað og fylgihluti fyrir konur. Í dag reka Møller-bræðurnir sex Collage the Shop versl­an­ir á Norður­lönd­un­um og verður versl­un­in á Hafn­ar­torgi sú sjöunda í röðinni. 

„Við höf­um lengi fylgst með þróun versl­un­ar á Íslandi með það fyr­ir aug­um að opna Colla­ge the Shop búð og núna með upp­bygg­ingu Hafn­ar­torgs í miðborg Reykja­vík­ur skap­ast einstakt tæki­færi til að bjóða Íslend­ing­um jafnt sem er­lend­um gest­um aðgang að sum­um af vinsæl­ustu há­tísku­vörumerkj­um heims,“ seg­ir Thom­as Møller, for­stjóri Group 88, í til­kynn­ingu.

Með opn­un versl­un­ar­inn­ar í Reykja­vík er fyr­ir­tækið að styrkja stöðu sína enn frek­ar sem einka­söluaðili há­tísku á Norður­lönd­un­um en það rek­ur nú fleiri en 30 versl­an­ir í Kaup­manna­höfn, Stokk­hólmi, Gauta­borg, Osló, ásamt öðrum borg­um. Hönn­un verslunarinnar var í hönd­um dönsku arki­tekta­stof­unn­ar REIN­HOLDT//​RUD.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda