Með hjartað á rassinum

Julia Fox er ekki feimin við að sýna líkamann.
Julia Fox er ekki feimin við að sýna líkamann. Samsett mynd

Leikkonan Julia Fox vekur athygli hvar sem hún kemur og oft fyrir óhefðbundinn fatastíl sinn. Fox er nýkomin heim frá Cannes í Frakklandi og mætti til Bandaríkjanna með fullar töskur af nýjum fötum sem hún sýndi fylgjendum sínum á TikTok.

Uncut Gems-leikkonan, 33 ára, myndaði sig í House of Sunny-bikiníi, glænýjum Gaultier-síðkjól og Dior-topp en það sem vakti hvað mesta athygli voru svartar buxur með hjartalaga opi yfir miðjan rassinn. „Það besta við buxurnar er....sjáðu!” hrópaði Fox, í TikTok–myndbandi, þegar hún var að máta buxurnar og tók snúning til þess að sýna fylgjendum sínum rasskinnarnar. Fox paraði buxurnar með svörtum stuttermabol frá Vaquera og var með hárið tekið aftur í klemmu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjarnan klæðist þessum sérstaka stíl en hún mætti á tískuvikuna í New York-borg í febrúar íklædd hettupeysu og leðurbuxum með svipuðu opi en þá hékk sítt tagl sem huldi skoruna.

TikTok-myndbandi Fox, hefur nú verið eytt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda