Leikkonan Julia Fox vekur athygli hvar sem hún kemur og oft fyrir óhefðbundinn fatastíl sinn. Fox er nýkomin heim frá Cannes í Frakklandi og mætti til Bandaríkjanna með fullar töskur af nýjum fötum sem hún sýndi fylgjendum sínum á TikTok.
Uncut Gems-leikkonan, 33 ára, myndaði sig í House of Sunny-bikiníi, glænýjum Gaultier-síðkjól og Dior-topp en það sem vakti hvað mesta athygli voru svartar buxur með hjartalaga opi yfir miðjan rassinn. „Það besta við buxurnar er....sjáðu!” hrópaði Fox, í TikTok–myndbandi, þegar hún var að máta buxurnar og tók snúning til þess að sýna fylgjendum sínum rasskinnarnar. Fox paraði buxurnar með svörtum stuttermabol frá Vaquera og var með hárið tekið aftur í klemmu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjarnan klæðist þessum sérstaka stíl en hún mætti á tískuvikuna í New York-borg í febrúar íklædd hettupeysu og leðurbuxum með svipuðu opi en þá hékk sítt tagl sem huldi skoruna.
TikTok-myndbandi Fox, hefur nú verið eytt.