Svona getur þú fengið hár eins og Donna Summer

Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari segir að fólk þurfi að huga …
Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari segir að fólk þurfi að huga að lyftingunni ef það ætlar að fá hár í anda Donnu Summer. Ljósmynd/Samsett

Hártískan í dag kallar á mikið hár með lyftingu - ekki ólíkt því sem var á diskótímabilinu þegar Donna Summer var upp á sitt besta. En hvernig eigum við að bera okkur að ef við viljum hár í anda Donnu Summer? Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari og eigandi Bpro segir að það skipti máli að þvo hárið upp úr sjampói með lyftingu og blása hárið á meðan það er blautt. Svo kemur bylgjujárn eins og himnasending eftir það og best að bylgja alveg frá rótinni. 

„Ef það er eitthvað tímabil sögunnar þar sem hárið var númer eitt, tvö og tíu þá var það frá seinni hluta áttunda áratugarins til byrjunar þess níunda. Í rauninni voru allar síddir leyfilegar, bara ef hárið var gert stórt og mögulega aðeins stærra. Það eru til mörg trix, tæki, tól og vörur til að fá meiri fyllingu í hárið og svo þarf líka að kunna listina að láta hárið haldast,“ segir Baldur Rafn, þegar hann er spurður að hvernig framkalla megi diskóhár. Hann segir að það sé mjög mikilvægt að vita hvaða vörur henti hvaða hári fyrir sig til þess að geta náð fram því útliti sem óskað er eftir. Hann nefnir líka að það sé mikilvægt að fólk átti sig á því hvaða vörur séu ætlaðar fyrir rótina, hvað sé fyrir lengd hársins og hvaða efni eigi að fara í endana. 

Leikkonan Brooklyn Sudano leikur Donnu Summer í heimildamynd um söngkonuna …
Leikkonan Brooklyn Sudano leikur Donnu Summer í heimildamynd um söngkonuna sem framleidd er af HBO. AFP

„Fólk byrjar að undirbúa hárið um leið og það er þvegið. Ef takmarkið er að fá lyftingu þá er algjört must að vinna með gott „Volume“ sjampó og næringu og bara setja næringuna rétt í elstu endana og skola vel á eftir. Þú skalt líka passa að láta hárið ekki þorna of mikið áður en blástursrútínan hefst, því ef hárinu er leyft að þorna of mikið þá verður miklu erfiðara að ráða við það. Bara rétt þerra með handklæði og fara strax í að setja blástursvörurnar í hárið, skella blásaranum í samband og byrja að blása. Mér finnst alltaf skothelt að nota Label.m Volume Mousse í rótina og Label.m Blow Out Spray í lengdina en þessi tvenna gefur mikla og djúsí fyllingu sem helst út daginn og nóttina ef út í það er farið. Þegar verið er að vinna með hár sem nær niður að kjálka og lengra er gott að vera með góða hárolíu í endana eins og til dæmis OI Oil frá Davines. Til að komast hjá því að hárið klístrist niður í rót er best að halla sér fram hrista makkann og leyfa blásaranum að vinna vel. Ef markmiðið er að fá volume og vera með hárið slétt þá er Hot Air Styler frá HH Simonsen blástursbursti sem er svo auðveldur í notkun að það er eiginlega lygilegt,“ segir Baldur Rafn. 

Hvað á fólk að gera ef það vill fá enn þá meiri lyftingu og ekta diskóhár? 

„Þá er Rod VS1 frá HH Simonsen alveg málið en það er minnsta keilujárnið í Rod fjölskyldunni og hefur nú stundum verið nefnt diskókrullujárnið en með því nærðu fram örsmáum gormakrullum.

Bylgjur, bæði djúpar og grunnar, eru alltaf klassískar og voru alveg jafn heitar á dansgólfinu á Studio 54 hérna í denn eins og þær eru enn í dag. Síðastliðin ár hefur verið mikil eftirspurn eftir bylgjujárnum og nú getur þú valið á milli þriggja bylgjujárna frá HH Simonsen allt eftir því hvað þú vilt að bylgjurnar séu djúpar en það er líka alveg geggjað að nota tvö sitt á hvað og ná þannig fram skemmtilegri dýpt. Rod VS 6 vöfflujárnið er líka alltaf klassískt, en það er einmitt líka hægt að nota til þess að fá lyftingu í hárið með því skipta hárinu upp og klemma járninu einu sinni til tvisvar í lokkana alveg upp við rótina. Þetta eitt og sér gefur strax ótrúlega flotta lyftingu,“ segir hann og bætir við: 

„Svo er um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn með því að velja flott hárskraut með semalíusteinum og glimmersprey. Það er alltaf skemmtileg viðbót ef þú vilt aðeins meira diskó í tilveruna hvort sem þú ert á leiðinni út á lífið eða á hressandi útihátíð.“

Svona leit Donna Summer út árið 2009. Stórt hár var …
Svona leit Donna Summer út árið 2009. Stórt hár var eitt af hennar einkennum alla tíð. AFP
AFP
Bylgjujárn er mikið þarfaþing ef fólk vill ná ekta diskóáferð.
Bylgjujárn er mikið þarfaþing ef fólk vill ná ekta diskóáferð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda