Gummi kíró í 150 þúsund króna hlýrabol

Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró.
Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró. Ljósmynd/Samsett

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason velur aðeins það besta þegar kemur að fatnaði og fylgihlutum. Peningar virðast ekki skipta neinu máli þegar fatnaður og fylighlutir eru annars vegar.

Á dögunum var hann staddur í höfuðborg tískunnar, sjálfri New York. Þar klæddist hann hvítum hlýrabol frá ítalska tískuhúsinu Prada. Um er að ræða bol úr 100% bómull með þríhyrndu Prada-merki efst á hálsmálinu. Slíkur bolur kostar um 150 þúsund krónur á gengi dagsins í dag. 

Ítalska tískuhúsið nýtur mikilla vinsælda hjá hinum ríku og frægu. Tískumerkið er líka vinsælt hjá áhrifavöldum Íslands. Sunneva Eir Einarsdóttir sést til dæmis oft með svartan „bucket“ Prada-hatt. 

Tískuhúsið Prada var stofnað á Ítalíu árið 1913 af Mario Prada. Til að byrja með seldi Prada aðallega leðurtöskur í einni verslun í Mílanó en í þeirri verslun voru líka seldar dýravörur. Herra Prada hafði takmarkaðan tískuáhuga og hann trúði heldur ekki á það að konur gætu stundað viðskipti. Hann hélt konunum í fjölskyldunni markvisst frá fyrirtækinu en svo gripu örlögin í taumana. Þegar hann vildi setjast í helgan stein var enginn til að taka við Prada nema dóttir hans, Lusia Prada. Hún tók við rekstrinum og stóð vaktina í 20 ár. 

Þrátt fyrir að fyrirtækið Prada hafi verið stofnað 1913 var það ekki fyrr en 1970 að eitthvað fór að gerast. Það var þegar dóttir Luisu Prada, Miuccia Prada, sem flestir þekkja sem andlit fyrirtækisins, kom til starfa hjá Prada. Hún var með aðra sýn en móðir hennar og afi. Fyrsta varan sem kom Prada á kortið var bakpoki úr vatnsheldu pocono-nælonefni. Síðustu ár hefur Miuccia Prada komist á lista yfir ríkustu einstaklinga heims en það er kannski ekki skrýtið því það eru margir með sama fatasmekk og Gummi kíró. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda