Klæddist heldur óhefðbundinni „flík“ á rauða dreglinum

Leikkonan Lupita Nyong'o var stórglæsileg á rauða dreglinum.
Leikkonan Lupita Nyong'o var stórglæsileg á rauða dreglinum. Samsett mynd

Óskarsverðlaunaleikkonan Lupita Nyong'o vakti mikla athygli á rauða dreglinum á Tony–verðlaununum, en þau voru haldin við hátíðlega athöfn í New York–borg í gærkvöldi.

Leikkonan mætti í smekklegri flauelsdragt, en það sem greip þó athygli flestra er að Nyong'o klæddist silfurlitaðri „brynju“ sem var mótuð eftir efri–hluta líkama hennar, hálsi, bringu, brjóstum og maga. 

Toppur með yfirlýsingu

Nyong'o birti langa færslu á Instagram þar sem hún fjallaði um listakonuna sem á heiðurinn að þessari heldur óhefðbundnu flík og ræddi einnig um tilgang hennar, en leikkonan er sjálf mikil baráttukona fyrir kvenfrelsi, jafnrétti, líkamsvirðingu og sjálfsöryggi. „Það var mér mikill heiður að fá að klæðast þessari „brynju“ sem @mishajapanwala hannaði. Hún steypti hana og mótaði, sérstaklega,“ skrifaði leikkonan. 

Fylgjendur leikkonunnar voru margir hverjir mjög hrifnir af útlitinu og skrifaði góð vinkona Nyong'o, tónlistarkonan Janelle Monáe: „Stórkostleg,“ og ofurfyrirsætan Naomi Campbell fannst leikkonan í einu orði „guðdómleg.“ Það voru þó ekki allir sama sinnis og ritaði einn netverji: „Alls ekki flott, mjög ósmekklegt.“

Hefur hannað ótal „brynjur“ á fræga

Pakistanska listakonan og fatahönnuðurinn, Misha Japanwala, byggir verk sín á höfnun og sambandi skammar og kvenlíkamans. Hún framkallar líkama fólks í verkum sínum og fagnar þeim í þeirri von um að fólk sjái fegurð sína.

Japanwala hefur búið til svipaðar „brynjur“ fyrir Cardi B, Juliu Fox og Halsey og verður með sýningu á verkum sínum í Hannah Traore Gallery í New York-borg í sumar. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál