Cate Blanchett hefur upp á síðkastið verið dugleg að nota sömu kjólana oftar en einu sinni.
Svarti kjóllinn frá Armani Privé er greinilega í miklu uppáhaldi hjá henni en hún var fyrst í honum á SAG verðlaunahátíðinni í febrúar.
Kjóllinn er glæsilegur og alskreyttur pallíettum en Blanchett hefur gripið til þess ráðs að skipta út blúndunum til þess að skapa nýja ásýnd kjólsins. Nú hefur hún valið þunnt gegnsætt efni með marglitum semalíusteinum sem mynda tíglamynstur.
Með þessu hefur Blanchett viljað vekja athygli á nauðsyn þess að vera umhverfisvænn og nota flíkurnar sínar oftar en ekki. Þá sýnir hún hvernig hægt er að breyta og bæta flíkum og gefa þeim nýtt líf með úthugsunarsemi.