Heitustu stjörnurnar á bleika dreglinum

Hollywood-stjörnurnar mættu hver annarri glæsilegri á bleika dregilinn á frumsýningu …
Hollywood-stjörnurnar mættu hver annarri glæsilegri á bleika dregilinn á frumsýningu kvikmyndarinnar Barbie á dögunum. Samsett mynd

Það var sannkölluð sumarveisla á frumsýningu kvikmyndarinnar Barbie á dögunum þegar heitustu stjörnurnar gengu bleika dregilinn í Los Angeles í Bandaríkjunum. Smartland tók saman best klæddu stjörnur frumsýningarinnar.

Undanfarið hefur ríkt sannkallað Barbí-æði í tískuheiminum sem hefur sést víða og nýttu stjörnurnar tækifærið og drógu margar hverjar fram sitt bleikasta dress.

Þá klæddist leikarinn Ryan Gosling, sem fer með hlutverk Ken í myndinni, bleikum jakkafötum frá Gucci sem slógu rækilega í gegn. Það var svo tónlistarkonan Dua Lipa sem stal senunni, en hún skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið þegar hún mætti í gegnsæjum kjól frá Bottega Veneta.

Leikarinn Ryan Gosling í fatnaði frá Gucci.
Leikarinn Ryan Gosling í fatnaði frá Gucci. AFP
Leikkonan Margot Robbie í kjól frá Schiaparelli Haute Couture.
Leikkonan Margot Robbie í kjól frá Schiaparelli Haute Couture. AFP
Tónlistarkonan Dua Lipa stal senunni í kjól frá Bottega Veneta.
Tónlistarkonan Dua Lipa stal senunni í kjól frá Bottega Veneta. JON KOPALOFF
Fyrirsætan Ashley Graham í kjól frá Nina Ricci.
Fyrirsætan Ashley Graham í kjól frá Nina Ricci. AFP
Leikkonan America Ferrera í kjól frá St. John.
Leikkonan America Ferrera í kjól frá St. John. AFP
Kingsley Ben-Adir í fatnaði frá Brunello Cucinelli.
Kingsley Ben-Adir í fatnaði frá Brunello Cucinelli. JON KOPALOFF
Ava Max í fatnaði frá MÔNOT.
Ava Max í fatnaði frá MÔNOT. JON KOPALOFF
Leikkonan Alexandra Shipp í kjól frá Miu Miu.
Leikkonan Alexandra Shipp í kjól frá Miu Miu. AFP
Leikkonan Ariana Greenblatt í kjól frá Yogie Pratama.
Leikkonan Ariana Greenblatt í kjól frá Yogie Pratama. AFP
Leikkonan Issa Rae í kjól frá Marc Bouwer.
Leikkonan Issa Rae í kjól frá Marc Bouwer. AFP
Tónlistarkonan Billie Eilish í fatnaði frá Gucci ásamt bróður sínum …
Tónlistarkonan Billie Eilish í fatnaði frá Gucci ásamt bróður sínum Finneas O'Connell. AFP
Söngkonan Karol G í fatnaði frá Pucci.
Söngkonan Karol G í fatnaði frá Pucci. AFP
Leikarinn Michael Cera í fatnaði frá Richard James.
Leikarinn Michael Cera í fatnaði frá Richard James. AFP
Leikkonan Kate McKinnon í fatnaði frá Kallmeyer.
Leikkonan Kate McKinnon í fatnaði frá Kallmeyer. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda