Arnór lét húðflúra liðið á sig eftir sigurleik

Arnór Gauti Ragnarsson lét húðflúra á sig skammstöfun Aftureldingar eftir …
Arnór Gauti Ragnarsson lét húðflúra á sig skammstöfun Aftureldingar eftir sigurleik þeirra á móti Þrótti fyrr í vikunni. Samsett mynd

Knattspyrnumaðurinn Arnór Gauti Ragnarsson spilar með Aftureldingu í Mosfellsbæ sem trónir á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu. Liðið hefur spilað 11 leiki af 22 og er taplaust, en eftir síðasta sigur liðsins á móti Þrótti skellti Arnór sér rakleiðis í húðflúr og lét flúra skammstöfun liðsins á handlegginn á sér. 

Arnór hefur staðið sig vel og skorað flest mörk í 1. deild á tímabilinu, eða tíu mörk. Faðir hans birti mynd af kappanum á Facebook eftir leikinn þar sem hann sat á stól á meðan verið var að húðflúra á hann „UMFA“ sem er skammstöfunin fyrir Ungmennafélag Aftureldingar. 

Eins og sést á myndinni er þetta ekki fyrsta húðflúr Arnórs sem er meðal annars með stórt og tignarlegt húðflúr af ljóni á lærinu, ýmis minni húðflúr á öðrum handleggnum eins og fiðrildi og kaktus, og nú skartar hann einnig skammstöfun Aftureldingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda