Ofurfyrirsæta vekur athygli í íslenskri hönnun

Ofurfyrirsætan Ashley Graham geislaði í hönnun eftir Hildi Yeoman.
Ofurfyrirsætan Ashley Graham geislaði í hönnun eftir Hildi Yeoman. Samsett mynd

Fyr­ir­sæt­an Ashley Gra­ham var glæsi­leg þegar hún mætti í spjallþátt­inn Live with Kelly and Mark í hönn­un frá ís­lenska fata­hönnuðinum Hildi Yeom­an. Gra­ham er með yfir 21 millj­ón fylgj­end­ur á In­sta­gram og deildi þar sjóðheitri myndaröð af sér í kjóln­um. 

Kjóll­inn sem Gra­ham klædd­ist heit­ir Wave og er í mynstri sem kall­ast Neon Pe­arl, en kjóll­inn kost­ar 49.900 krón­ur.

Á In­sta­gram-síðu spjallþátt­ar­ins birt­ist einnig mynd­skeið af Gra­ham þar sem hún sagði frá dress­inu sínu. „Halló, ég er í kjól frá Hildi Yeom­an,“ sagði Gra­ham og snéri sér í hring. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gra­ham klæðist hönn­un eft­ir Hildi. Fyrr á ár­inu birti hún mynd af sér í blá­um Wave-bol, en hún virðist sér­lega hrif­in af Wave-sniðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda