Flottustu húðflúruðu menn landsins

Margir af þekktustu mönnum landsins skarta húðflúrum.
Margir af þekktustu mönnum landsins skarta húðflúrum. Samsett mynd

Vinsældir húðflúrs hafa farið vaxandi um allan heim undanfarin ár og ekki síður hér á landi. Það er af sem áður var og ekki einungis „villingar“ sem bera húðflúr, líkt og stundum hefur verið rætt um, heldur einstaklingar úr öllum hópum samfélagsins. Smartland tók saman lista yfir flotta íslenska karlmenn sem koma víðs vegar að úr samfélaginu og eiga það sameiginlegt að skarta rándýrum og gæjalegum húðflúrum. 

Kristófer Acox

Knái körfuboltamaðurinn Kristófer Acox er með þó nokkur vel valin flúr á báðum handleggjum. Kristófer er fyrirliði í körfuknattleiksliði Vals á Hlíðarenda og hefur gegnt því hlutverki í þrjú ár.

Bubbi Morthens

Það kemst enginn með tærnar þar sem Bubbi er með hælana. Bubbi afsannar þau rök að húðflúr verði ljótari eftir því sem fólk eldist. Það er alla vega ekki að sjá á húðflúrum eilífðartöffarans, enda eldist hann eins og gott vín.

Patrik Atlason

Hinn eini sanni Prettyboitjokko er fjölda flúra víðs vegar um líkamann. Þau fara honum svo vel að það væri eiginlega bara skrítið ef hann væri óflúraður. Prettyboitjokko er rísandi stjarna í íslensku tónlistarlífi og hafa vinsældir hans vaxið mjög ört síðustu misseri.

View this post on Instagram

A post shared by @patrikatlason

Rúrik Gíslason

Fyrrverandi fótboltamaðurinn Rúrik Gíslason setur punktinn yfir i-ið útlitslega með baneitruðu húðflúri á öðrum upphandleggnum. Flúrið hefur síður en svo skemmt fyrir honum í viðskipta- og fyrirsætubransanum því sjaldan hefur gengið jafn vel hjá honum og síðustu ár.

Aron Can Gultekin

Tónlistarmaðurinn og nýbakaði faðirinn er vel skreyttur. Ef vel er að gáð má sjá að Aron Can heiðrar foreldra sína með því að flúra orðin „mamma“ og „baba“ við viðbeinin en „baba“ þýðir pabbi á tyrknesku, þaðan sem faðir Arons er ættaður. 

Hafþór Júlíus Björnsson

Það er ekki að ástæðulausu sem kraftlyftingakappinn Hafþór Júlíus er gjarnan kallaður „fjallið“. Hafþór hefur stundað kraftlyftingar í áraraðir og getur státað af því að hafa komist á lista yfir sterkustu menn í heimi. Enda hefur hann slegið hvert metið á fætur öðru í lyftingum og látið til sín taka í bransanum.

Lárus Blöndal Guðjónsson

Töfra- og skemmtikrafturinn Lárus Blöndal, eða Lalli töframaður líkt og flestir þekkja hann, beitir ekki neinum brellibrögðum þegar kemur að húðflúrum. Þau eru raunveruleg og þau fara honum sérlega vel.

Bjarki Sigurjónsson

Sjómaðurinn, tónlistarmaðurinn og húðflúrarinn Bjarki Sigurjónsson er þekktur fyrir að bera einstaklega vegleg húðflúr og virðist honum líka best við flúr í lit. Á dögunum gaf Bjarki út lagið Never Gonna Make It Out með söngkonunni Móeiði Júníusdóttur og Ólafi Kristjáni Guðmundssyni, söngvara.

View this post on Instagram

A post shared by Darki (@darkibjarki)

Rúnar Hroði Geirmundsson

Einkaþjálfarinn Rúnar Hroði hefur vakið mikla athygli fyrir flúr sín í gegnum tíðina en þau ná frá toppi til táar í bókstaflegri merkingu. Rúnar Hroði hefur talað opinskátt um fordóma sem hann verður reglulega fyrir vegna húðflúranna en Hroði, sem hefur aldrei snert vímugjafa, lætur fáfræði fólks sem vind um eyru þjóta. Mikil fyrirmynd.

View this post on Instagram

A post shared by RUNAR HRODI (@runarhrodi2)

Viktor Snær Oliversson 

Einkaþjálfarar virðast elska að láta skissa á líkamann á sér og þar er Viktor Snær engin undantekning. Eins og sjá má er líkami Viktors þakinn flottum flúrum. 

View this post on Instagram

A post shared by VIKFIT (@viktorsnaero)

Haukur Færseth

Haukur starfar sem flúrari en hefur einnig komið við sögu sem fyrirsæta hjá herrafataversluninni Kölska. Haukur hefur einstakan stíl og setja flúrin sem hann skartar mikinn svip á karakterinn. 

View this post on Instagram

A post shared by HawkMan (@haukurfaerseth)

Arnór Þór Gunnarsson

Handboltamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson er með flotta flúrermi sem hefur fengið að njóta sín vel við íslensku landsliðstreyjuna í gegnum árin. Arnór hefur spilað í þýsku deildinni upp á síðkastið en nýlega tók hann þá afdrifaríku ákvörðun um að leggja handboltann á hilluna.

Eyþór Vestmann  

Fyrrverandi handboltamaðurinn og heilsugúrúinn Eyþór Vestmann er ekkert að tvínóna neitt við hlutina eins og sjá má. 

View this post on Instagram

A post shared by Eythor Vestmann (@vestmann)

Aron Einar Gunnarsson 

Fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Aron Einar Gunnarsson, er sennilega einn stoltasti Íslendingur allra tíma ef marka má flúrið sem hann ber á bakinu. Þar má sjá íslenska fánann í öllu sínu veldi. 

Gauti Þeyr Másson

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti er alltaf jafnsvalur. Þrátt fyrir að hann sé ekki ýkja gamall þá fagnar hann 20 ára bransaafmæli á árinu. Emmsjé Gauti er jafnframt höfundur Þjóðhátíðarlagsins í ár og má búast við svakalegri upplifun þegar hann mætir upp á svið í Herjólfsdal og flytur lagið, Þúsund hjörtu, fyrir þjóðhátíðargesti.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda