Sér eftir að hafa farið í brjóstastækkun 19 ára

Á dögunum viðurkenndi Kylie Jenner að hafa farið í brjóstastækkun …
Á dögunum viðurkenndi Kylie Jenner að hafa farið í brjóstastækkun þegar hún var 19 ára. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner hefur lengi þvertekið fyrir það að hafa farið í lýtaaðgerðir, en á dögunum viðurkenndi hún loksins að hafa farið í brjóstastækkun þegar hún var aðeins 19 ára gömul og segist sjá mikið eftir því í dag. 

Í lokaþætti The Kardashians viðurkenndi Jenner að hafa farið í brjóstastækkun stuttu áður en hún varð ófrísk af sínu fyrsta barni, dótturinni Stormi Webster, sem kom í heiminn hinn 1. febrúar 2018. 

„Ég fór í brjóstastækkun áður en ég eignaðist Stormi ... ég hélt ekki að ég myndi eignast barn tvítug. Þau voru enn að gróa. Ég var með falleg brjóst. Náttúruleg brjóst. Bara glæsileg. Fullkomin í stærð, allt fullkomið við þau. Og ég vildi óska þess, augljóslega, að ég hefði aldrei farið í brjóstastækkun til að byrja með,“ sagði Jenner.

„Ég myndi ráðleggja öllum sem eru að íhuga brjóstastækkun að bíða þangað til eftir að þau eignast börn,“ bætti hún við. 

Vill ekki að dóttir sín feti í sömu fótspor

Jenner segist hafa séð eftir ákvörðun sinni eftir að hafa eignast Stormi, en í dag á hún tvö börn. „Mér yrði illt í hjartanu ef dóttir mín vildi láta laga líkama sinn 19 ára. Hún er það fallegasta sem til er. Ég vil vera besta mamman og besta fyrirmyndin fyrir hana. Ég vildi að ég gæti verið hún og gert þetta allt öðruvísi því þá myndi ég ekki láta laga neitt,“ sagði hún.

Brjóstastækkunin er þó ekki eina eftirsjá Jenner, en í maí sagðist hún sjá eftir að hafa breytt andlitinu á sér með því að nota fyllingarefni. Jenner var aðeins 17 ára gömul þegar hún viðurkenndi að nota varafyllingarefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda