Fegurðardrottningin Jóhanna Vala er sannkallaður mannvinur og gaf nýverið alla kjólana sína sem hún hefur notað í fegurðarsamkeppnum til góðgerðafélagsins Elley, sem starfrækir fataverslun á Seltjarnarnesinu.
Jóhanna Vala var valin fegurðardrottning Íslands árið 2007 og á meðal kjólanna sem hún gaf er einmitt kjóllinn sem hún klæddist við krýninguna. Einnig gaf hún kjólinn sem hún klæddist þegar hún krýndi arftaka sinn árið eftir.
Verslunin Elley gefur allan ágóða sinn til Kvennaathvarfsins og er hún alfarið rekin með sjálfboðastarfi. Hugmyndin á bak við verslunina kemur frá Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem margar álíka búðir er að finna.