Fegurðardrottning gefur kjóla til góðgerðarmála

Jóhanna Vala var krýnd fegurðardrottning Íslands árið 2007 og hefur …
Jóhanna Vala var krýnd fegurðardrottning Íslands árið 2007 og hefur gefið kjólinn sem hún klæddist þá til góðgerðarmála. Samsett mynd

Fegurðardrottningin Jóhanna Vala er sannkallaður mannvinur og gaf nýverið alla kjólana sína sem hún hefur notað í fegurðarsamkeppnum til góðgerðafélagsins Elley, sem starfrækir fataverslun á Seltjarnarnesinu. 

Jóhanna Vala var valin fegurðardrottning Íslands árið 2007 og á meðal kjólanna sem hún gaf er einmitt kjóllinn sem hún klæddist við krýninguna. Einnig gaf hún kjólinn sem hún klæddist þegar hún krýndi arftaka sinn árið eftir.

Jóhanna Vala gaf úrval af glæsilegum síðkjólum.
Jóhanna Vala gaf úrval af glæsilegum síðkjólum. Samsett mynd

Verslunin Elley gefur allan ágóða sinn til Kvennaathvarfsins og er hún alfarið rekin með sjálfboðastarfi. Hugmyndin á bak við verslunina kemur frá Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem margar álíka búðir er að finna.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda