Gömlu ofurfyrirsæturnar aftur saman eftir langt hlé

Forsíðumynd Vogue fyrir september 2023 og forsíða Vogue frá því …
Forsíðumynd Vogue fyrir september 2023 og forsíða Vogue frá því í janúar 1990. Samsett mynd

Ofurfyrirsæturnar Cindy Crawford, Naomi Campbell, Linda Evangelista og Christy Turlington endurnýjuðuð kynnin á dögunum fyrir bresku útgáfu tískutímaritsins Vogue.

Innblásturinn var mynd sem birtist á forsíðu tímaritsins í janúar árið 1990, þegar fyrirsæturnar voru að nálgast hápunkt ferilsins síns. Á þeirri forsíðumynd sat þýska fyrirsætan Tatjana Patitz einnig með þeim en hún lést í janúar á þessu ári úr brjóstakrabbameini, einungis 56 ára að aldri.

Í viðtali við Vogue lýsir Evangelista því að á þetta tímabil hafi verið gjörsamlega galið, sérstaklega eftir að myndband við lagið Freedom með George Michael sem þær allar komu fram í var gefið út. Segir Evangelista að fjölmiðlafárið hafi verið gríðarlegt og að hún hafi ekki alveg skilið hvers vegna. Eftir allt saman þá voru þær ekki Bítlarnir. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda