Haustið er á næsta leiti og því eru flestir á fullu að koma sér aftur í rútínu fyrir skóla og vinnu. Tískan á það til að sveiflast með árstíðunum, hvort sem um ræðir fata-, snyrtivöru- eða heimilistísku, en um þetta leyti koma hlýrri flíkur, rakagefandi vörur og notalegir heimilismunir sterkir inn og undirbúa okkur undir veturinn.
Smartland tók saman lista yfir 12 vörur sem tróna efst á óskalista tískuunnandans um þessar mundir.
Salomon-skórnir eru efst á óskalista tískuunnenda víðsvegar um heim og ekki að ástæðulausu. Skórnir eru ekki bara töff í útliti heldur líka þægilegir, en þeir eru hannaðir sem gönguskór og fara því vel með fæturna.
Nú eiga „oversized“ buxur hug og hjörtu tískuunnenda, en í lok sumars hafa víðar buxur úr nælon-efni tekið yfir og þykja það allra heitasta. Það má því búast við að haustið muni einkennast af kósí-fíling og þægindum sem við tökum að sjálfsögðu fagnandi.
Það kannast flestir við hinn vinsæla varagloss frá Clarins, en hann er nú kominn í nýjar og endurbættar umbúðir og er að mati margra ómissandi í öll veski. Ef þú vilt fá mátulegan og náttúrulegan ljóma á varirnar með lítilli fyrirhöfn, þá er Clarins-glossinn málið.
Það þarf ekkert alltaf að flækja hlutina og þessi sundbolur frá Opéra Sport er sönnun þess. Sundbolurinn er einfaldur og stílhreinn, en samt er eitthvað við hann sem grípur augað samstundis.
Hárgreiðsla er mikilvægur partur af heildarlúkkinu og getur án efa skipt sköpum. Það hafa líklega allir orðið varir við 90's greiðsluna sem hefur tröllriðið samfélagsmiðlum síðastliðið ár, en greiðslan er klassísk og virðast vinsældir hennar ekkert vera að dvína.
Haustið er sjarmerandi tími þar sem veðrið fer aðeins að kólna en sólin lætur þó enn sjá sig. Þá er nauðsynlegt að eiga léttan jakka sem passar við allt, og hér er hann.
Nú þegar flestir hafa lokið sumarfríi sínu tekur rútínan og hversdagsleikinn við. Það getur verið krefjandi að koma sér aftur í gírinn en þá getur gott skipulag auðveldað lífið töluvert.
Í sumar hafa sólgleraugu í anda ársins 2000 verið allsráðandi og hreinlega tekið yfir tískuheiminn. Það tók svolítinn tíma fyrir suma að venjast sólgleraugnastílnum, en eftir sumarið getum við líklega flest sammælst um að þau séu, jú, hrikalega töff.
Nú þegar veðrið fer að kólna er nauðsynlegt að huga vel að húðinni, en það má ekki gleyma að huga að líkamanum rétt eins og andlitinu. Þá er þetta létta og nærandi líkamsserum frá Chanel tilvalið, en það kemur í spreyformi og er því þægilegt í notkun.
Það þurfa allir að eiga eina létta og þægilega tösku sem passar við allt. Þessa er auðvelt að grípa í við hvaða tækifæri sem er, en hún passar bæði við hversdagsleg og fín föt. Þar að auki er hún stílhrein og mátulega stór.
Það eru litlu hlutirnir í hversdagsleikanum sem gefa lífinu lit, en við eigum það mörg til að gleyma því í amstri dagsins. Við getum gert eitthvað lítið, eins og að þvo sér um hendurnar, að skemmtilegu mómenti með vandaðri og fallegri handsápu.
Að undanförnu hafa hárbönd orðið sífellt meira áberandi í takt við tískustrauma frá aldamótunum. Þessi fallegu hárbönd eru hekluð af Heklu Nínu og gefa hvaða lúkki sem er skemmtilegan karakter.