Leikkonan Julia Fox er þekkt fyrir að stela sviðsljósinu á rauða dreglinum enda óhrædd að fara sína eigin leiðir þegar kemur að tísku. Fox er hrifin af mjög óhefðbundnum stíl og klæðir sig gjarnan í ögrandi, undarlegar og efnislitlar flíkur.
Leikkonan, sem er þekktust fyrir ástarsamband sitt við umdeilda rapparann Kanye West, vakti mikla athygli nærstaddra á þriðjudag þegar hún mætti nánast nakin á tískusýningu PrettyLittleThing í New York.
Fox var íklædd bikiní-setti úr einhvers konar málmblöndu sem huldi aðeins það allra heilagasta og leðurkápu sem minnti helst á atriði úr The Matrix.
Leikkonan, 33 ára, stillti sér upp fyrir framan ljósmyndara á svarta dreglinum fyrir utan veitingahúsið Cipriani Downtown sem er staðsett í hjarta Soho.