Hvernig hljómar serum fyrir hendurnar?

Hlúðu vel að húðinni í vetur með handserumi sem innblásið …
Hlúðu vel að húðinni í vetur með handserumi sem innblásið er af hreinni íslenskri náttúru.

Á haustin geta veðrabreytingarnar leikið grátt á húðina og valdið auknum þurrki. Það svæði líkamans sem fer oft illa út úr verðabreytunum gleymist þó oft, en það eru hendurnar. Þá er mikilvægt að grípa strax inn í og næra húðina með rakagefandi vörum, en það getur þó verið flókið að finna réttu vöruna.

Þá kemur handserumið frá Bioeffect sterkt inn. Serumið er splunkuný vara og er sérstaklega þróað til að mýkja, næra og vernda húðina á höndunum og er því tilvalin fyrir þurrar, þreyttar eða sprungnar hendur sem sárvantar djúpvirkan raka. Áferðin er silkimjúk og gelkennd og smýgur vel inn í húðina.

Í handseruminu er blanda af kraftmiklum innihaldsefnum, þar á meðal EGF úr byggi sem margir kannast eflaust við úr vörum frá Bioeffect, en það er framleitt með plöntu-líftækni í hátækni gróðurhúsi Bioeffect í Grindavík. Efnið þykir áhrifaríkt og hjálpar húðinni að draga til sín og viðhalda raka, en heilbrigt rakastig stuðlar að þéttari og sléttari ásýnd húðarinnar sem er eitthvað sem alla dreymir um á veturna.

Í handseruminu er blanda af kraftmiklum efnum, þar á meðal …
Í handseruminu er blanda af kraftmiklum efnum, þar á meðal eru EGF, níasínamíð, seramíð og hýalúronsýra.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál