Á óskalistanum þessa vikuna eru vörur sem fegra hið daglega amstur og styðja við rútínuna sem við erum öll að berjast við að koma okkur í. Hvort sem það er síðdegisbollinn í vinnunni, útihlaupið í morgunsárið, kertaljósið í haustlægðinni eða sápan í sturtunni, þá er mikilvægt að staldra við og njóta stundarinnar.
Á listanum eru 10 hlutir sem gleðja augað, allt frá tískuvörum og heilsuvörum yfir í heimilisprýði.
Þó margir kveðji sumarið með trega getur haustið leynt á sér. Fallegu haustlitirnir og milt veðrið skapa notalega stemningu, en marga hlakkar þó mest til að draga fram aðeins hlýrri flíkur í fataskápinn. Þessi fallegi trefill fullkomnar hvaða dress sem er, en hann er bæði hlýr og stílhreinn.
Margir eru enn í hlaupagír eftir Reykjavíkurmaraþonið, en haustið er frábær tími fyrir hlaup. Það er lykilatriði að eiga góða hlaupskó áður en haldið er út, og það skemmir sannarlega ekki fyrir ef þeir eru flottir líka eins og þessir skór frá On.
Hið fagurgræna Matcha-te hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum upp á síðkastið og hafa margir lýst yfir bættri líðan og betri einbeitingu eftir að hafa skipt úr kaffi yfir í Matcha-te á morgnanna.
Falleg kerti og kertastjakar eru ómissandi þegar líður á haustið, enda skapa þau kósí stemningu og geta verið mikið heimilisprýði.
Fallegt skart getur gert kraftaverk og poppað upp lúkkið, en Ein-línan frá 1104 Mar inniheldur hið fullkomna skart fyrir haustið sem hentar fyrir öll tilefni.
Við getum gert einfalda hversdagslega hluti, eins og að fara í sturtu, aðeins skemmtilegri með góðum vörum. Þessi sápa gleður ekki bara augað heldur ilmar hún dásamlega og gerir sturtuferðina margfalt notalegri.
Allir fataskápar verða að innihalda að minnsta kosti eitt stykki af buxum sem eru ofurmjúkar og notalegar. Þessar leggings kallast „butter soft“ og því auðvelt að ímynda sér hve mjúkar þær eru.
Margir fara alla leið í hausthreingerningunni og taka heimilið í nefið. Þeir sem vilja fara skrefinu lengra geta bætt fallegum vasa inn á heimilið, en þessir fallegu vasar frá 101 Copenhagen klikka aldrei.
Það er að minnsta kosti skemmtilegra að drekka vatn úr fallegum brúsa! Þessir brúsar frá Bink koma eru stílhreinir og koma í allskonar skemmtilegum litum.
Við vitum öll hve mikilvægur góður nætursvefn er fyrir heilsuna. Þeir sem vilja hins vegar taka bjútísvefninn á næsta level ættu að prófa þessa Retinol-næturmeðferð frá Nip+Fab.