Prinsessan klædd eins og Ilmur og Þórdís Kolbrún

Katrín prinsessa af Wales, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Ilmur …
Katrín prinsessa af Wales, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Ilmur Kristjánsdóttir eru með sama stílinn. Samsett mynd

Katrín prinsessa af Wales vakti athygli á miðvikudaginn í ullarsetti. Katrín er ekki eina konan í heiminum sem er búin að draga fram haustfatnaðinn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra klæddist svipuðu dressi á Alþingi á þriðjudaginn og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona klæðist setti í sama stíl á Stóra sviði Þjóðleikhússins.

Ljósa peysan og pilsið sem Katrín klæddist í háskólaheimsókn á Englandi í vikunni er frá franska merkinu Sézane og er úr merinóull og lífrænni bómull. Pilsið nær niður fyrir hné en það skiptir öllu máli. Peysan er stutt og með stroffi þannig að mittið kemur fallega út. Þetta er í takt við tísku dagsins í dag sem er undir áhrifum frá áttunda áratugnum. Á þeim tíma áttu öll pils að ná vel niður fyrir hné. Þegar klæðaburður Katrínar er skoðaður sést glöggt að hún fer aldrei alla leið þegar kemur að tískustraumum. Það er alltaf stoppari, þessi konunglegi stoppari, sem er eitt af hennar aðalsmerkjum. Á meðan heimsbyggðin klæðist víðum og síðum fatnaði fer hún í aðeins síðara pils og í peysu við sem er hárrétt sniðin fyrir hennar vöxt.

Katrín prinsessa er komin í haustgírinn. Við ljósa ullarsettið var …
Katrín prinsessa er komin í haustgírinn. Við ljósa ullarsettið var hún í uppáhaldspinnahælunum sínum frá Russell and Brombley og með tösku í stíl frá breska merkinu Tusting. AFP/Chris Jackson

Ráðherranum var ekki kalt á þinginu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tekið sér far með ullarvagninum eins og prinsessan af Wales. Á Alþingi á þriðjudaginn klæddist ráðherrann grárri peysu og síðu pilsi í stíl. Settið átti margt sameignlegt með setti Katrínar prinsessu en til þess að ramma betur inn mittið setti Þórdís Kolbrún peysuna aðeins ofan í pilsið að framan. Prinsessan af Wales myndi reyndar aldrei gera þetta en stíll Þórdísar Kolbrúnar er í takt við ráðandi tískustrauma.

Það getur andað köldu á milli stjórnmálaflokka í umræðum á …
Það getur andað köldu á milli stjórnmálaflokka í umræðum á þinginu en Þórdís Kolbrún fann varla fyrir því í þessu ullarsetti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leikkonan í íslenskri hönnun

Ilmur Kristjánsdóttir leikkona fer um þessar mundir með annað aðalhlutverkið í leikritinu Ekki málið eftir Marius von Mayenburg í Þjóðleikhúsinu. Um er að ræða þriðja verkið í þríleik höfundarins. Í verkinu klæðist hún beislitaðri peysu og pilsi. Settið er frá íslenska merkinu As We Grow. Pilsið nær niður fyrir hné eins og pils þeirra Katrínar prinsessu og Þórdísar Kolbrúnar. Eins og utanríkisráðherra er Ilmur með peysuna gyrta lauslega ofan í pilsið, sem kemur mjög vel út. Það er afslappað en á sama tíma fínt.

Ilmur Kristjánsdóttir er í hámóðins ullarsetti í leikritinu Ekki málið …
Ilmur Kristjánsdóttir er í hámóðins ullarsetti í leikritinu Ekki málið í Þjóðleikhúsinu. Ljósmynd/Þjóðleikhúsið

Peysan og pilsið frá As We Grow eru úr alpacaull og merinóull og fullkomin fyrir íslenska veturinn. Ullarsettið er til í öðrum litum en þeim brúna, til að mynda sama ljósa litnum og sett Katrínar prinsessu.

Ullarsettið frá As We Grow er í anda sjötta áratugarins.
Ullarsettið frá As We Grow er í anda sjötta áratugarins. Ljósmynd/As We Grow
Zara er með á nótunum en þetta hlýja sett fæst …
Zara er með á nótunum en þetta hlýja sett fæst þar. Tilvalið væri að setja peysuna aðeins ofan í pilsið eins og þær Þórdíos Kolbrún og Ilmur gera. Ljósmynd/Zara
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda