Hitalausar krullur á nokkrum mínútum

Förðunarfræðingurinn Ragnheiður Júlíusdóttir prófaði á dögunum hitalausar krullur.
Förðunarfræðingurinn Ragnheiður Júlíusdóttir prófaði á dögunum hitalausar krullur. Samsett mynd

Hvernig hljómar að græja guðdómlegar krullur á aðeins örfáum mínútum sem fara vel með hárið og valda engum hitaskemmdum? 

Það er ekki af ástæðulausu sem myndskeið af hitalausum krullum hafa tekið yfir netheima síðustu mánuði, enda fátt sem hljómar betur en að vakna með fallegar krullur í hárinu sem þurfa litla sem enga fyrirhöfn. 

Græjaðu hárið kvöldið áður

Förðunarfræðingurinn Ragnheiður Júlíusdóttir deildi á dögunum myndskeiði á Instagram þar sem hún sýndi hvernig hitalausu krullurnar virka, en mælt er með því að gera krullurnar í þurrt hár.

Hún byrjar á því að taka krullustöng og binda endana saman svo stöngin myndi hálfgerðan hatt á höfðinu. Því næst vefur hún hárlokkum í kringum stöngina og bætir lokkum við eftir hverja umferð þar til hún hefur vafið öllu hárinu um krullustöngina og aðeins lítill lokkur er eftir. 

Hún festir lokkinn með teygju og endurtekur svo á hinni hliðinni. Því næst fer hún að sofa, en krullustöngin er silkimjúk og ætti því ekki að trufla svefninn.

Næsta dag vaknar Ragnheiður og þarf ekki að gera neitt við hárið nema taka krullustöngina úr og hrista hárið aðeins til. Útkoman er sannarlega glæsileg og spara hitalausu krullurnar dýrmætan tíma á morgnanna sem annars færi í að blása og græja hárið. 

Ýmsar leiðir til að töfra fram krullur

Það eru ýmsar mismunandi leiðir sem hægt er að nota krullustöngina, en í myndskeiðinu sem Ragnheiður deildi notar hún ekki hina „hefðbundnu“ leið sem algengt er að sjá í myndskeiðum. 

Þar er krullustöngin sett yfir höfuðið og fest niður með hárklemmu. Því næst eru lokkar vafðir utan um stöngina, og hári bætt við eftir hverja umferð, þar til öllu hárinu hefur verið vafið. Þá er hárið fest við krullustöngina með því að nota teygju. Þetta er svo endurtekið á hinni hliðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda