10 hlutir sem þykja þeir heitustu í dag

Óskalisti vikunnar inniheldur tíu frábærar vörur!
Óskalisti vikunnar inniheldur tíu frábærar vörur! Samsett mynd

Óskalistinn þessa vikuna er ekki af verri gerðinni, en hann prýða allra heitustu vörurnar núna sem ættu að keyra aðeins upp gleðihormónin í skammdeginu. 

Á listanum eru tíu vörur, allt frá trylltum leðurjakka og sjarmerandi stígvélum yfir í dásamlegt silki fyrir svefninn, húðina og hárið. 

Er ekki alltaf veður fyrir leður?

Leðrið virðist vera það allra heitasta og þá sérstaklega leðurjakkar í hinum ýmsu sniðum. Þessi tryllta leðurkápa er hin fullkomna flík fyrir þá sem vilja bæta smá leðri inn í fataskápinn.

Kápan fæst hjá Zara og kostar 15.995 kr.
Kápan fæst hjá Zara og kostar 15.995 kr. Ljósmynd/Zara.com

Formfagurt keramik!

Þessir fallegu keramikvasar eru hannaðir af Maritu Lindholm og koma í þremur mismunandi stærðum og litum. Þeir eru minimalískir og ættu því að passa inn í hvaða rými sem er.

Keramikvasar frá Lindform fást í Dimm og kosta frá 3.590 …
Keramikvasar frá Lindform fást í Dimm og kosta frá 3.590 til 5.990 kr. Ljósmynd/Dimm.is

Vantar þig hvatningu í ræktina?

Nýr fatnaður getur gefið manni auka hvatningu á æfingu, en nú þegar farið er að kólna þykir mörgum gott að skipta yfir í langerma æfingaboli. Þessi stílhreina peysa frá Nike er tilvalin fyrir kaldari daga.

Rennd peysa frá Nike fæst í Hverslun og kostar 23.495 …
Rennd peysa frá Nike fæst í Hverslun og kostar 23.495 kr. Ljósmynd/Hverslun.is

Dekur fyrir hárið!

Þegar fer að kólna er mikilvægt að huga vel að húðinni og hárinu með góðum raka og alvöru dekri. Í þessum hárpakka frá K18 er allt sem þú þarft til að dekra við hárið og gera það glansandi mjúkt.

Vörurnar frá K18 fást hjá Beauty Bar. Settið kostar 22.680 …
Vörurnar frá K18 fást hjá Beauty Bar. Settið kostar 22.680 kr. Skjáskot/Instagram

Óvænt en velkomin kúrekastemning!

Kúrekastígvél hafa tekið yfir tískuheiminn undanfarnar vikur. Það er eitthvað fáránlega heillandi við þessi stígvél enda hafa þau sinn einstaka sjarma. Stígvélin eru því óvænt en sannarlega velkomin viðbót í fataskápa tískuunnenda um allan heim.

Kúrekastígvélin fást hjá Zara og kosta 15.995 kr.
Kúrekastígvélin fást hjá Zara og kosta 15.995 kr. Ljósmynd/Zara.com

Smáatriði sem heilla!

Það ætti að vera pláss fyrir góðar gallabuxur á öllum óskalistum enda klassísk og tímalaus flík sem virðist aldrei detta úr tísku. Nú orðið eru til ótal gallabuxur í hinum ýmsu sniðum og öllum regnbogans litum, en þeir sem vilja prófa eitthvað nýtt ættu að elska smáatriðin á þessum buxum.

Gallabuxur frá Agolde fást í Andrá og kosta 46.900 kr.
Gallabuxur frá Agolde fást í Andrá og kosta 46.900 kr. Ljósmynd/Andrareykjavik.com

Alvöru lúxus!

Eins og fram hefur komið er sérstaklega mikilvægt að huga vel að húð og hári þegar það fer að kólna. Silki fer vel með húðina og hárið, en það viðheldur réttu rakastigi og dregur úr núningi sem minnkar hárskemmdir.

Silkikoddaverið fæst hjá Heima er gott og kostar 10.990 kr.
Silkikoddaverið fæst hjá Heima er gott og kostar 10.990 kr. Ljósmynd/Heimaergott.is

Borðbúnaður sem gleður augað!

Fallegur borðbúnaður gerir gæfumuninn í matarboðinu, enda eflaust margir sem tengja við það að njóta þess enn frekar að borða góðan mat ef hann er borinn fram á fallegum disk. Þessi diskur er einfaldur en fangar samt sem áður augað.

Diskur frá Majas Cottage fæst í Bast og kostar 2.995 …
Diskur frá Majas Cottage fæst í Bast og kostar 2.995 kr. Ljósmynd/Bast.is

Hyljarinn sem þú þarft í vetur!

Þessi nýji serum-hyljari frá Lancome hylur dökka bauga um leið og hann gefur svæðinu góðan raka. Hann gefur miðlungs þekju og hinn eftirsóknaverða náttúrulega og heilbrigða ljóma sem okkur dreymir um í kuldanum.

Teint Idole Ultra Wear Care & Glow Serum-hyljarinn frá Lancome …
Teint Idole Ultra Wear Care & Glow Serum-hyljarinn frá Lancome fæst í Hagkaup og kostar 5.799 kr. Ljósmynd/Hagkaup.is

Oft er einfalt bara best!

Það kannast eflaust margir við að eiga það til að flækja hlutina, en oft er einfalt bara best. Þess vegna er gott að eiga einfaldan hvítan hlýrabol sem passar við allt, en þessi bolur er með afar sjarmerandi hálsmáli sem gerir mikið fyrir útlitið.

Bolurinn fæst í Gina Tricot og kostar 2.595 kr.
Bolurinn fæst í Gina Tricot og kostar 2.595 kr. Ljósmynd/Ginatricot.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda