„Pabbi hefur haft mikil áhrif á tískuáhuga minn“

Lilja Marín Guðmundsdóttir deilir miklum tískuáhuga með föður sínum Guðmundi …
Lilja Marín Guðmundsdóttir deilir miklum tískuáhuga með föður sínum Guðmundi Birki Pálmasyni, betur þekktur sem Gummi kíró. Samsett mynd

Hin 18 ára gamla Lilja Marín Guðmundsdóttir er með skemmtilegan fatastíl. Hún segir föður sinn, Guðmund Birki Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, hafa haft mikil áhrif á áhuga hennar á tísku og kennt henni að vera óhrædd við að tjá sig og prófa nýja hluti. 

Lilja stundar nám við Tækniskólann í hárgreiðslu og starfar samhliða náminu hjá fataversluninni Smash Urban ásamt því að sitja fyrir í auglýsingum fatamerkisins Define the Line. 

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Ég myndi segja að hann væri afslappaður, „trendy“, þægilegur og unisex, en ég elska að leika mér með ólíka stíla.“

Lilja lýsir fatastílnum sínum sem afslöppuðum, en henni þykir gaman …
Lilja lýsir fatastílnum sínum sem afslöppuðum, en henni þykir gaman að prófa sig áfram með ólíka stíla.

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

„Ég elska að vera í víðum buxum við eitthvað þrengra að ofan, en líka stórar hettupeysur, „oversized“ jakka og „trendy“ fylgihluti.“

En þegar þú ferð eitthvað fínt?

„Það fer eftir tilefninu en mér finnst gaman að vera „casual“ klædd en þá í hælaskóm við fínni tilefni og svörtum blazer-jakka.“

Lilja notar gjarnan hælaskó og svartan blazer-jakka til að dressa …
Lilja notar gjarnan hælaskó og svartan blazer-jakka til að dressa lúkkið upp fyrir fínni tilefni.

Deilir þú tískuáhuga með pabba þínum?

„Já, pabbi hefur haft mikil áhrif á tískuáhuga minn og kennt mér að vera óhrædd við að tjá mig og prufa nýja hluti. Þegar ég var yngri og horfði á pabba langaði mig að vera eins og hann og kunna að setja saman ólík dress sem virka vel. Ég leitaði mikið til hans um ráð og geri enn sem mér finnst svo skemmtilegt.“

Eruð þið feðginin með svipaðan fatastíl?

„Já, við erum mjög lík. En pabbi er einnig mikið í „casual“ og „trendy“ fötum sem passa vel við klassískan klæðnað. Hann vill standa út úr fjöldanum sem ég geri einnig.“

Lilja hefur alla tíð litið upp til föður síns og …
Lilja hefur alla tíð litið upp til föður síns og leitað til hans fyrir tískuráð.

Hver eru bestu fatakaupin þín?

„Acne Studios bomber-jakkinn minn.“

En verstu fatakaupin?

„Moncler úlpa. Ég keypti hana því mér fannst allir vera í svona úlpu en fann svo fljótt að þetta var alls ekki minn stíll.“

Áttu þér uppáhaldsskó?

„Ég elska nýju Adidas Campus-skóna sem ég keypti í París þegar ég skrapp þangað með pabba nýlega.“

Skórnir sem eru í mestu uppáhaldi hjá Lilju þessa dagana.
Skórnir sem eru í mestu uppáhaldi hjá Lilju þessa dagana.

Áttu þér uppáhaldsmerki?

„Uppáhaldsmerkið mitt er án efa Acne Studios, en einnig Weekday og Zara.“

Hvar verslar þú oftast?

„Ég versla oftast í Weekday, Zara og Smash Urban. Ekki má gleyma Define the Line sem er uppáhaldsíþróttafatamerkið mitt.“

Lilja situr fyrir í auglýsingum fatamerkisins Define the Line.
Lilja situr fyrir í auglýsingum fatamerkisins Define the Line. Ljósmynd/Arnór Trausti

Hvað er á óskalistanum þínum fyrir veturinn?

„Ný „boots“ fyrir veturinn eru efst á óskalistanum, til dæmis frá Dr. Martins.“

Hvert sækir þú innblástur?

„Ég sæki innblástur hjá áhrifavöldum eins og Tomira og Juliette Charlotte á Instagram, og svo pabba auðvitað.“

Feðginin fóru nýverið í skemmtilega ferð til Parísar í Frakklandi.
Feðginin fóru nýverið í skemmtilega ferð til Parísar í Frakklandi.

Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?

„Mig langar að kaupa mér sólgleraugu frá Acne Studios og svo dreymir mig um að eignast Balenciaga tösku einn daginn.“

Hver finnst þér best klæddi einstaklingurinn í heiminum?

„Tomira á Instagram – dýrka fatastílinn hennar.“

Lilju dreymir um að eignast Balenciaga tösku einn daginn.
Lilju dreymir um að eignast Balenciaga tösku einn daginn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda