10 hlutir sem þú átt eftir að elska

Óskalista vikunnar prýða glæsilegir hlutir sem þú átt eftir að …
Óskalista vikunnar prýða glæsilegir hlutir sem þú átt eftir að elska! Samsett mynd

Óskalisti vikunnar er sérlega veglegur, en hann prýða vörur sem einkennast af fagurfræði, hlýju og notagildi. Hvort sem þig vantar nýjan bolla til að hressa upp á morgunkaffið, hlýja peysu fyrir kalda daga framundan eða augnkrem sem frískar upp á þig og veitir húðinni ljóma – þá finnur þú það á óskalistanum!

Smáatriði sem heilla!

Hvít prjónapeysa er staðalbúnaður í alla fataskápa. Þessi fallega peysa frá mbyM er fullkomin fyrir kaldari daga, en þó svo hún sé stílhrein gefa smáatriðin henni mikinn sjarma.

Ástrós Traustadóttir í Reyanna Knit peysunni sem fæst í Andrea …
Ástrós Traustadóttir í Reyanna Knit peysunni sem fæst í Andrea by Andrea og kostar 24.900 kr. Skjáskot/Instagram

Þessi sem passar við allt!

Svört síð kápa er ómissandi fyrir haustið og veturinn, enda flík sem hægt er að henda yfir hvaða dress sem er.

Svört síð kápa fæst í Zara og kostar 13.995 kr.
Svört síð kápa fæst í Zara og kostar 13.995 kr. Ljósmynd/Zara.com

Gleðileg morgunstund!

Fyrsti bolli dagsins kemur mörgum fram úr rúminu á köldum vetrarmorgnum. Það eru nefnilega oft litlu hlutirnir sem vilja gleymast í daglegu amstri sem skipta svo miklu máli, eins og að eiga góða morgunstund og fá sér kaffisopa úr fallegum bolla. 

Klei bolli eftir leirlistakonuna Huldu Katarínu Sveinsdóttur fæst í Mikado …
Klei bolli eftir leirlistakonuna Huldu Katarínu Sveinsdóttur fæst í Mikado og kostar 6.990 kr. Ljósmynd/Mikado.store

Punkturinn yfir i-ið!

Skartgripir geta gert mikið og eru oft punkturinn yfir i-ið. Þessir fallegu eyrnalokkar gefa lúkkinu mjúkan og ferskan blæ.

Sage perlu eyrnalokkar fást í Mjöll og kosta 15.800 kr.
Sage perlu eyrnalokkar fást í Mjöll og kosta 15.800 kr. Ljósmynd/Mjoll.is

Pokinn sem þú þarft inn í líf þitt!

Góður fjölnota poki sem gleður augað og umhverfið getur nýst á marga vegu, en þennan flotta poka hannaði grafíski hönnuðurinn Tobba.

Fjölnota poki fæst í Farva og kostar 3.200 kr.
Fjölnota poki fæst í Farva og kostar 3.200 kr. Ljósmynd/Farvi.is

Kósí og sexí? Já takk!

Þú finnur varla varalit sem hentar betur fyrir þennan tíma árs, en liturinn heitir hinu lokkandi nafni „Cosy sexy“ og er frá Lancomé – þarf nokkuð að útskýra það eitthvað nánar?

Varalitur frá Lancomé í litnum 276 er fullkominn fyrir þennan …
Varalitur frá Lancomé í litnum 276 er fullkominn fyrir þennan árstíma! Ljósmynd/Lancome.co.uk

Falleg form á heimilið!

Þessi diskur er mikið heimilisprýði og býður upp á mikið notagildi – það væri meira að segja hægt að nota hann undir aðventukrans fyrir þá sem eru farnir að huga að jólunum. Diskurinn er einfaldur og formfagur frá danska hönnunarmerkinu Audo Copenhagen.

Diskur frá Audo Copenhagen fæst í Epal og kostar 14.800 …
Diskur frá Audo Copenhagen fæst í Epal og kostar 14.800 kr. Ljósmynd/Epal.is

UGG-skórnir með sjóðheita endurkomu!

Margir muna eflaust eftir kuldaskónum frá UGG sem þóttu það allra flottasta í kringum 2005. Þeir duttu svo úr tísku en hafa komið sterkir inn í tískuheiminn á ný.

Kuldaskór frá UGG fást í GK skór og kosta 36.995 …
Kuldaskór frá UGG fást í GK skór og kosta 36.995 kr. Ljósmynd/Ntc.is

Skvísum getur líka verið hlýtt!

Það þarf ekki að fórna skvísulúkkinu þó það sé farið að vera kalt úti. Þessi skemmtilegi prjónatoppur frá Paloma Wool heldur á þér hita en er samt skvísulegur og töff.

Prónaður toppur frá Paloma Wool fæst í Andrá og kostar …
Prónaður toppur frá Paloma Wool fæst í Andrá og kostar 24.900 kr. Ljósmynd/Andrareykjavik.com

Bjartara augnsvæði!

Nýja Blue Pro-Retinol augnkremið frá Biotherm dregur bæði úr fínum línum og hrukkum á augnsvæðinu en gerir það einnig bjartara. Hver þarf ekki á því að halda þegar styttist í jólin?

Blue Pro-Retinol augnkremið frá Biotherm fæst í Hagkaup og kostar …
Blue Pro-Retinol augnkremið frá Biotherm fæst í Hagkaup og kostar 8.399 kr. Ljósmynd/Hagkaup.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda