Tískusýningin Listaháskóla Íslands Misbrigði IX var haldin á dögunum. Þar sýndu 2. árs nemar í fatahönnun flíkur sem þau hönnuðu upp úr gömlum fötum en sýningin var unnin í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands.
Bergur Ebbi Benediktsson og Patrik Snær Atlason, Prettyboitjokkó, sýndu flíkur sem nemendurnir sköpuðu úr ósöluhæfum flíkum ásamt fleirum.
Sjónum var beint að tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni þar sem endurvinnsla mun spila veigamikið hlutverk í framtíðinni. Það að draga þurfi úr framleiðslu og breyta aðferðum þarf hinsvegar ekki að koma niður á sköpunargleðinni.
Arnar Freyr Hjartarson, Birnir Snær Ingason, Ella Pippilotta Mahler, Fríða Björg Pétursdóttir, Guðlín Theódórsdóttir, Hallgerður Thorlacius Finnsdóttir, Hannes Hreimur Arason Nyysti, Helgi Þorleifur Þórhallsson, Íris Ólafsdóttir, Kári Þór Barry, Klara Sigurðardóttir og Vilborg Björgvinsdóttir stunda öll nám á öðru ári í fatahönnun og eiga heiðurinn af flíkunum á sýningunni.
Dýrleif Sveinsdóttir var yfirförðunarfræðingur sýningarinnar og hannaði útlitið sem var í stíl við fatnaðinn.
„Ég vildi hafa húðina vel nærða með náttúrulegum ljóma. Húðvinna er mjög mikilvægur partur af förðun. Það var mikilvægt fyrir þetta look að vinna húðvörurnar vel inní húðina,“ segir Dýrleif.
Augnskuggarnir settu svip sinn á förðunina.
„Á augum notaði ég POP Powder Gel Eye Shadow frá Shiseido. Þetta eru fallegustu augnskuggar sem ég hef séð! Þessir augnskuggar eru svo sikiljúkir og þetta er því eins og nota kremaðan duft-augnskugga. Við notuðum Sparkling Silver litinn undir augun,“ segir hún en til þess að gera útlitið ennþá flottara notaðaði förðunarhópurinn Wazo Balm frá Shiseido á kinnbein, augnhár og augabrúnir.