Munu þau dansa eins og mamma og pabbi þegar hún kemur heim?

Romeo Beckham og Mia Regan eru ung og ástfangin. Munu …
Romeo Beckham og Mia Regan eru ung og ástfangin. Munu þau dansa við Islands in the Stream þegar hún kemur heim frá Nepal? Samsett mynd

Breska knattspyrnustjarnan, Romeo Beckham, er mikill aðdáandi íslenskrar hönnunar ef marka má Instagram-síðu hans. Þar er hann með húfu á höfðinu frá 66°Norður og tekur sig nokkuð vel út. Húfan Kaldi hefur notið vinsælda hjá þeim sem vilja vera smart en ekki kalt. Kærasta hans, Mia Regan, er á sama báti en hún er núna í Nepal að sigra sjálfa sig. 

Hinn ungi Beckham leikur með B-liði úrvalsdeildarliðs Brentford sem er frá London. Hann hefur einnig leikið með Miami í bandarísku MLS deildinni. 

View this post on Instagram

A post shared by ROMEO (@romeobeckham)

Romeo Beckham er sonur hjónanna, Victoríu og David Beckham, sem eru líklega ein frægustu hjón Bretlands. Í mynd um David Beckham sem aðgengileg er á streymisveitunni Netflix kemur fram að feðgarnir séu nánir. 

Kærasta Romeo Beckham, Mia Regan, hefur einnig verið mikið í sviðsljósinu en hún starfar sem fyrirsæta og stafrænn hönnuður. Regna hefur eins og Romeo Becham sést nokkrum sinnum klædd í 66°Norður fatnaði í Lundúnum, á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og í útilegu í Wales. Hún er núna stödd í Nepal í leiðangri með föður sínum þar sem þau ganga að grunnbúðum Everest. Greinilegt að Mia líkar vel við fatnaðinn hvort sem það er í London eða í fjöllunum í Nepal.

Stóra spurningin er, munu þau dansa við smell Dolly Parton og Kenny Rogers, Island in the Stream, þegar hún kemur heim frá Nepal líkt og David og Victoria gera í Becham-myndinni á Netflix en dansinn tröllríður öllu á TikTok um þessar mundir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál