Chanel lét Laufeyju hafa föt

Ljósmynd/Chanel

Íslenski tónlistarmaðurinn Laufey Lín Jónsdóttir, sem er 24 ára, er um það bil að sigra heiminn þessa dagana. Velgengni hennar á djasstónlistarsviðinu hefur farið fram úr björtustu vonum.

Í fyrra var hún einn mest streymdi djasstónlistarmaðurinn á Spotify. Nú hefur franska tískuhúsið Chanel hafið samstarf við Laufeyju en hún klæddist fatnaði frá þeim á dögunum og mun gera áfram. 

„ Ég hef bæði klæðst Chanel á tónleikum í LA og Peking. Vonandi heldur þetta áfram. Ég er mikill aðdáandi Chanel og skemmtilegt að vera með fót í tískuheiminum,“ segir Laufey í samtali við Eddu Gunnlaugsdóttur blaðamann á mbl.is og K100.

Heillandi 

Á ljósmyndum sem Smartland fékk sent frá Chanel í París sést glögglega hvað fötin klæða Laufeyju vel. Þau eru klassískt og smart og án tilgerðar.

Það hef­ur alltaf verið æv­in­týra­blær yfir franska tísku­hús­inu Chanel sem Gabrielle Chanel, eða Coco eins og hún var kölluð, stofnaði 1913. Hún hugsaði öðru­vísi en sam­tíma­kon­ur henn­ar, en í stað þess að leggja áherslu á hjóna­band og barneign­ir ákvað hún að fara aðra leið.

Það eru ef­laust marg­ar ástæður fyr­ir því en ein þeirra er kannski sú að hún missti mömmu sína þegar hún var lít­il og pabbi henn­ar treysti sér ekki til að ala hana upp einn síns liðs og fór með hana á munaðarleys­ingja­hæli. Hún átti því ekki heil­brigðar fyr­ir­mynd­ir um ham­ingju­ríkt fjöl­skyldu­líf og hjóna­band. Þessi hegðun pabba henn­ar hef­ur kannski ekki aukið trú henn­ar á karldýr heims­ins.

Þessi kjóll prýddi vor-og sumarlínu Chanel 2023. Laufey klæddist kjól …
Þessi kjóll prýddi vor-og sumarlínu Chanel 2023. Laufey klæddist kjól úr línunni á dögunum. Ljósmynd/Chanel
Ljósmynd/Chanel

„Ég hélt að þetta væri plat“

„Ég horfði á tilnefningarnar með Júníu systur minni og umboðsmanninum mínum í Texas. Það voru komnar tilnefningar fyrir nokkra flokka svo við héldum að þetta væri búið. Allt í einu hoppar umboðsmaður minn upp og segist halda að ég hafi fengið tilnefningu. Við vorum hins vegar ekki viss strax þar sem stundin var liðin og myndbandið hélt áfram. Við tókum nokkrar mínútur í að finna út úr þessu og fengum svo rétt myndband upp á sjónvarpið. Þá sá ég það raunverulega og ég trúði þessu ekki. Að sjá nafnið mitt þarna, ég hélt að þetta væri plat,“ segir Laufey, augljóslega í skýjunum með fréttirnar.

Hér er Laufey í Hong Kong í kjól frá Chanel.
Hér er Laufey í Hong Kong í kjól frá Chanel. Ljósmynd/Chanel

Laufey hlaut nýverið Grammy-tilnefningu fyrir plötuna sína Bewitched í flokknum Traditional Pop Vocal Album og segist enn eiga erfitt með að trúa því.

„Þetta er mikil viðurkenning fyrir mig. Ég bjó til þetta verkefni, plötuna Bewitched, í herberginu mínu í heimsfaraldrinum og hef verið að vinna að þessu síðustu þrjú ár. Sérstaklega að vera tilnefnd í þessum flokki, sem er djassflokkur þannig séð með fáu ungu fólki, er mér mjög mikill heiður. Allir aðrir sem eru tilnefndir eru mun eldri en ég. Í lok dags eru Grammy-verðlaun rosalegur heiður.“

Hér er Laufey með hvíta Chanel-tösku.
Hér er Laufey með hvíta Chanel-tösku. Ljósmynd/Chanel
Ljósmynd/Chanel
Eins og sjá má var hugsað út í öll smáatriði.
Eins og sjá má var hugsað út í öll smáatriði. Ljósmynd/Chanel
Coco Chanel er þekkt fyrir sína klassísku hönnun. Hún var …
Coco Chanel er þekkt fyrir sína klassísku hönnun. Hún var hrifin af hvítum krögum og notaði þá óspart í mismunandi útgáfum. Ljósmynd/Chanel
Hárið skipti í miðju, hvítt pils og svört skyrta með …
Hárið skipti í miðju, hvítt pils og svört skyrta með hvítum kraga. Ljósmynd/Chanel
Chanel er þekkt fyrir belti sín sem eru meira eins …
Chanel er þekkt fyrir belti sín sem eru meira eins og perlufestar. Ljósmynd/Chanel
Hér er Laufey í Los Angeles rétt áður en hún …
Hér er Laufey í Los Angeles rétt áður en hún steig á svið. Ljósmynd/Chanel
Laufey er förðuð á látlausan og smekklegan hátt.
Laufey er förðuð á látlausan og smekklegan hátt. Ljósmynd/Chanel
Rauður varalitur er löngu orðinn klassískur.
Rauður varalitur er löngu orðinn klassískur. Ljósmynd/Chanel
Ljósmynd/Chanel
Ljósmynd/Chanel
Ljósmynd/Chanel
Ljósmynd/Chanel
Ljósmynd/Chanel
Ljósmynd/Chanel
Ljósmynd/Chanel
Ljósmynd/Chanel
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda