„Hef oft sagt að ég hafi fæðst í hælum“

Brynja Bjarnadóttir Anderiman er með töff fatastíl og þykir gaman …
Brynja Bjarnadóttir Anderiman er með töff fatastíl og þykir gaman að koma fólki á óvart. Samsett mynd

Hin tví­tuga Brynja Bjarna­dótt­ir And­erim­an er með skemmti­leg­an fata­stíl og veit fátt skemmti­legra en að klæða sig upp, þá sér­stak­lega í kjóla, pils og hæla. 

Brynja út­skrifaðist af lista­braut í Versló vorið 2022, en hún var dug­leg að taka þátt í söng­leikj­um í skól­an­um og keppti einnig á söngv­akeppni skól­ans, Væl­inu. „Næst á dag­skrá er von­andi leik­list­ar­nám, en ég er að sækja um í Lista­há­skóla Íslands. Ég hef alltaf elskað bún­inga, glimmer og fjaðrir og þá sér­stak­lega að klæða mig upp og leika mis­mun­andi karakt­era. Mér fannst ótrú­lega gam­an að fá að taka þátt í söng­leikj­um í Versló og það var svo sann­ar­lega nóg af glimmeri og fjöðrum þar!“ seg­ir Brynja.

Brynja á söngvakeppni Versló, Vælinu, árið 2021 í búning eftir …
Brynja á söngv­akeppni Versló, Væl­inu, árið 2021 í bún­ing eft­ir Sylvíu Dögg Hall­dórs­dótt­ur.

Frá út­skrift hef­ur Brynja unnið við kvik­mynda­gerð, en hún vann við tök­ur á sjón­varpsþátt­un­um True Detecti­ve síðasta vet­ur og er nú að vinna við tök­ur á ann­arri þáttaröð af Svört­um sönd­um. Meðfram því kenn­ir hún dans í Dans­stúd­íói World Class, en hún hef­ur verið í dansi og pí­anónámi frá unga aldri og er nú líka byrjuð í söngnámi. 

„Ég er fædd og uppalin á Íslandi en Aderiman ættarnafnið …
„Ég er fædd og upp­al­in á Íslandi en Aderim­an ætt­ar­nafnið kem­ur frá Tyrklandi þar sem pabbi mömmu var þaðan.“

Hvernig mynd­ir þú lýsa fata­stíln­um þínum?

„Úff, ég get verið al­veg útum allt. Ég elska að koma fólki á óvart, er oft í einni flík eða með einn fylgi­hlut sem er meira „áber­andi“. En fyrst og fremst myndi ég segja að ég sé eig­in­lega alltaf „over­dressed“ – ég elska að klæða mig fínt, fara í kjóla, pils, hæla og pelsa. 

Svo er ég líka mjög mikið fyr­ir Diesel og Levis bux­urn­ar hans pabba sem ég annað hvort næli eða minnka í sauma­vél­inni svo þær hald­ist uppi. Ég hef sjald­an verið jafn glöð og þegar pabbi fann full­an Ikea poka af göml­um bux­um þegar hann átti þegar hann var á svipuðum aldri og ég, en þá var hann mikið í Spúútník eins og ég núna.“

Brynja líkir Ikea poka af gömlum gallabuxum af pabba hennar …
Brynja lík­ir Ikea poka af göml­um galla­bux­um af pabba henn­ar við fjár­sjóð.

„Ég kaupi mér mjög sjald­an ný föt, ef ég kaupi mér eitt­hvað þá er það oft­ast í „vinta­ge“ búðum. En svo á ég ennþá svo mikið af göml­um föt­um sem syst­ir mín skildi eft­ir heima. Ef mig vant­ar kjól eða sæt­an topp fyr­ir kvöldið er ég líka byrjuð að grípa í sauma­vél­ina, en svo fæ ég auðvitað líka mikið lánað hjá vin­kon­um mín­um.“

Hér er Brynja í kjól sem hún saumaði sjálf.
Hér er Brynja í kjól sem hún saumaði sjálf.

Hvernig klæðir þú þig dags­dag­lega?

„Núna er orðið svo­lítið kalt úti þannig „go to“ dress hjá mér myndi vera víðar galla­bux­ur, síðerma bol­ur og pels. Kannski peysa líka og griffl­ur ef það er mjög kalt. Ef ég er í mjög kósí stuði hendi ég mér bara í jogg­ing gall­ann frá Metta, uggs-skó og tref­il.

Á sumr­in elska ég að vera í sæt­um pils­um eða kjól­um og dressa það svo niður með peysu, „plain“ bol eða ein­hverju svo­leiðis.“

Brynja lætur kuldann ekki stoppa sig og skellir flottum pels …
Brynja læt­ur kuld­ann ekki stoppa sig og skell­ir flott­um pels yfir dressið.

En þegar þú ferð eitt­hvað fínt?

„Ég fer alla­vega alltaf í hæla þegar ég fer eitt­hvað fínt. Ég hef oft sagt að ég hafi fæðst í hæl­um, en þegar ég var lít­il var ég alltaf að fara inn í fata­her­bergi syst­ur minn­ar að máta alla hæl­ana henn­ar. Mín­ir upp­á­halds­hæla­skór eru flest­ir úr Kaup­fé­lag­inu.

Hæla­skór geta bara gert öll dress fín – meira að segja jogg­ing galla! Svo finnst mér skart­grip­ir líka gera mjög mikið, en mér finnst alltaf gam­an að setja á mig fullt af skart­grip­um og þá sér­stak­lega hringi og vil helst hafa hring á öll­um fingr­un­um. 

En ann­ars er það bara mis­mun­andi og fer eft­ir veðri, hvernig stuði ég er í og hvert ég er að fara. Und­an­farið er ég mikið í galla­bux­um og svo sæt­um topp við ef það er frek­ar „ca­sual“ fínt, en svo er ég ekki lengi að draga fram pilsið eða jafn­vel kjól­inn ef það er til­efni til.“

Brynja glæsileg í kjól eftir Sögu Klose vinkonu sína.
Brynja glæsi­leg í kjól eft­ir Sögu Klose vin­konu sína.

Hvert sæk­ir þú tísku­inn­blást­ur?

„Stóra syst­ir mín er klár­lega fyr­ir­mynd­in mín, ég hef alltaf litið mjög mikið upp til henn­ar. Við erum samt með mjög ólík­an stíl en mér finnst allt flott sem hún klæðist og fæ oft lánað hjá henni. 

Síðan starfa ég sem fyr­ir­sæta hjá Ey Agency og hef fengið mik­inn inn­blást­ur frá því að vera svo­lítið „inni í tísku­heim­in­um“. Og auðvitað frá vin­kon­um mín­um – ég fæ mik­inn inn­blást­ur frá þeim dags­dag­lega, þær eru all­ar svo ótrú­lega flott­ar! Svo er ég byrjuð að skoða Pin­t­erest líka mikið.“

Brynja segist sækja mikinn tískuinnblástur frá systur sinni.
Brynja seg­ist sækja mik­inn tísku­inn­blást­ur frá syst­ur sinni.

Áttu þér upp­á­halds­flík­ur?

„Það er alltaf að breyt­ast, en eins og er þá er það lík­leg­ast hvíti pels­inn sem ég var að kaupa mér, enda kom­inn vet­ur. En ein af mín­um upp­á­halds­flík­um var „vinta­ge“ Levis X Coca-Cola gallajakki sem ég fékk í Spúútník, en hann ásamt mikið af upp­á­halds­skón­um mín­um og fleiru urðu eft­ir í bíln­um mín­um sem var stolið í sum­ar ... mjög leiðin­legt. Ég var eig­in­lega bara leið yfir öll­um föt­un­um sem voru í bíln­um, gat þessi frá­bæri þjóf­ur ekki alla­vega skilið föt­in mín eft­ir!“

Brynja sér mikið eftir „vintage“ Levis X Coca-Cola gallajakkanum sem …
Brynja sér mikið eft­ir „vinta­ge“ Levis X Coca-Cola gallajakk­an­um sem var stolið úr bíln­um henn­ar í sum­ar.

Áttu þér upp­á­halds­skó og fylgi­hlut?

„Hvítu loðnu Moon Boots­in mín eru 100% efst á lista og svo Prada task­an sem syst­ir mín gaf mér – hún mun ör­ugg­lega biðja um hana aft­ur eft­ir þetta viðtal!“

Alsæl með Prada-töskuna.
Al­sæl með Prada-tösk­una.

Hvað er á óskalist­an­um þínum fyr­ir vet­ur­inn?

„Nýj­ir Moon Boots, annað hvort loðin eða bara hefðbund­in svört og svo er ég lengi búin að óska mér Felds-loðhúfu. En það sem er fyrsta mál á dag­skrá er að finna síða flotta leður­kápu eða trench-kápu – AndreA er reynd­ar með geggjaða trench-kápu.“

Moon Boots eru ómissandi fyrir veturinn og eru efst á …
Moon Boots eru ómiss­andi fyr­ir vet­ur­inn og eru efst á óskalista Brynju.

Hvernig mál­ar þú þig dags­dag­lega?

„Ég mála mig alls ekki dags­dag­lega, en þá krulla ég augn­hár­in og greiði í gegn­um auga­brún­irn­ar. Á vet­urna nota ég Marc In­bane and­lits­drop­ana eða smá sprey af brúnkukremi af og til, til að vera aðeins fersk­ari. Mér finnst ég ekk­ert þurfa að mála mig ef ég er smá „tönuð“ í and­lit­inu.“

En þegar þú ferð eitt­hvað fínt?

„Það er hins veg­ar annað mál – ég elska að mála mig þegar ég er að fara eitt­hvað fínt. Frá því ég var lít­il hef ég haft mjög mik­inn áhuga á förðun og það var það eina sem ég horfði á, til dæm­is á Youtu­be. Svo finnst mér ég læra mjög mikið þegar ég hef setið fyr­ir í sýni­kennslu í förðun­ar­skól­um.

Ég nota alltaf Hollywood Flaw­less filter frá Char­lotte Til­bury, pri­mer, hylj­ara og nota Kiko farðastifti til að skyggja and­litið. Svo blanda ég því öllu vel og set svo krem­kinna­lit frá Mac í fer­skju­lit. Svo er ég núna kom­in með smá eyel­iner æði og set svo svart­an augn­blý­ant í vatns­lín­una. Svo bretti ég auðvitað augn­hár­in, skelli á mig maskara og ef ég vil vera extra sæt set ég á mig stök augn­hár. Svo er ég auðvitað alltaf með vara­blý­ant og gloss.“

Áhugi Brynju á förðun byrjaði snemma, en þótt hún máli …
Áhugi Brynju á förðun byrjaði snemma, en þótt hún máli sig lítið dags­dag­lega þykir henni gam­an að farða sig fyr­ir fínni til­efni.

Áttu þér upp­á­halds­snyrti­vör­ur?

„Hollywood Flaw­less Filter ljóma­grunn­ur­inn frá Char­lotte Til­bury mun alltaf vera í snyr­titösk­unni minni síðan Þuríður besta vin­kona mín kynnti mig fyr­ir hon­um. Svo elska ég líka sólar­púðrið frá sama merki.“

Hvernig hugs­ar þú um húðina?

„Ég hugsa ágæt­lega um húðina. Mér finnst best fyr­ir mína húð að gera frek­ar minna held­ur en meira og þrífa hana ekki alltof mikið. Ég til dæm­is nota aðallega bara þvotta­poka með vatni á morgn­anna og stund­um á kvöld­in, svo set ég á mig and­lit­skrem.

Þegar ég þríf af mér farða nota ég alltaf farðahreinsi og svo and­lits­hreini og þvotta­poka til að ná öllu al­veg af. Svo set ég Ex­folia­te frá Paula's Choice og enda svo á and­lit­skrem­inu mínu frá Char­lotte Til­bury. Af og til nota ég líka Resveratrol lift-serumið frá Caudalie og svo er maður auðvitað með maska kvöld af og til.

Ég hef alltaf verið mjög lé­leg að nota sól­ar­vörn en er byrjuð að reyna muna það núna og vera dug­leg að nota hana.“

Brynja hugsar vel um húðina en segist þó frekar gera …
Brynja hugs­ar vel um húðina en seg­ist þó frek­ar gera minna en meira, enda henti það henn­ar húðgerð best.

Hvað er á óskalist­an­um í snyrti­budd­una?

„Mig lang­ar mjög mikið til að prófa þessa „frægu“ bronz­ing-dropa frá Drunk Elephant sem eru alltaf upp­seld­ir. Svo lang­ar mig eig­in­lega bara í allt frá Char­lotte Til­bury, en ég elska vör­urn­ar frá henni. Svo vant­ar mig líka gott sett­ing-sprey og nýj­an eyel­iner.“

Vörurnar frá Charlotte Tilbury eru á óskalista Brynju, enda er …
Vör­urn­ar frá Char­lotte Til­bury eru á óskalista Brynju, enda er hún mjög ánægð með þær vör­ur sem hún hef­ur þegar prófað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda