„Kjóllinn var valinn við skóna en ekki öfugt“

Klara Rún elskar að blanda saman mismunandi fatastílum.
Klara Rún elskar að blanda saman mismunandi fatastílum. Ljósmynd/Aðsend

Klara Rún Ragnarsdóttir verkefnastjóri hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs er mikil smekkskona. Hún er óhrædd við að klæðast litum og mynstrum. Klara Rún á ekki langt að sækja tískuáhugann en móðir hennar, Vala Torfadóttir, er einn af stofnendum Spaksmannsspjara, og ólst Klara Rún hálfpartinn upp innan um fataefni og fallegar hönnunarflíkur.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Fatastíllinn minn er sambland af alls konar tímabilum og áhrifum. Hann er litríkur, glaðlegur og þægilegur, nokkurs konar bland í poka með „dazz“ af glimmer og loði. Fataskápurinn minn er fullur af „oversized“ peysum, pallíettum, mynstrum og feldum sem ég algjörlega elska að blanda saman á mismunandi máta. Það má því segja að ég eigi ansi skrautlegan fataskáp sem að vinkonur mínir elski að kíkja í.“

„Oversized“ peysur eru í miklu uppáhaldi.
„Oversized“ peysur eru í miklu uppáhaldi. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

„Föt dagsins eru yfirleitt ákveðni með dagskrá dagsins í huga. Starf mitt er mjög fjölbreytt og vel ég fötin eftir því hvort ég verð á skrifstofunni eða á ferðinni að gera og græja. Ég vel yfirleitt þennan „plain“ grunn sem ég para við „statement“ flíkur og eða fylgihlut. 

Hvernig klæðir þú þig þegar þú ert að fara eitthvað fínt?

„Ég elska kjóla. Ég starfaði bæði í Spaksmannsspjörum og í Yeoman og á því fallegt safn af kjólum úr þeim verslunum sem ég nota aftur og aftur og aftur.“

Fyrir hverju fellur þú oftast?

„Það eru yfirhafnir í öllum heimsins litum og gerðum. Ein af mínum uppáhalds flíkum er einmitt kápa frá Charlotte Simone sem kærasti minn, Birgir Már, gaf mér í afmælisgjöf.“

Góð kápa er málið!
Góð kápa er málið! Ljósmynd/Aðsend

Bestu fatakaupin?

„Í augnablikinu er það neongula ullarpeysan mín frá Bahns, hún er bæði hlý og smart.

Eins þykir mér mjög vænt um fötin mín úr Spaksmannsspjörum, þau hafa fylgt mér í mörg ár og eru einfaldlega tímalaus. Mér finnst alltaf jafn gaman að nota þau, blanda þeim saman við eitthvað nýtt og fá nýja útkomu.“

Alltaf í stíl.
Alltaf í stíl. Ljósmynd/Aðsend

Verstu fatakaupin?

„Ætli það séu ekki fermingarskórnir mínir. Það voru ljósblá háhæluð lakkstígvél sem voru einungis notuð á fermingardaginn. Sem betur fer sannfærði móðir mín mig um að klæðast frekar hermannaklossum á fermingarmyndinni. Já, mömmur vita best!“

Uppáhalds skópar?

„Það eru hvítu Converse skórnir, þeir eru staðalbúnaður í fataskápnum hjá mér. Uppáhalds skóparið mitt er samt sem áður bleikir „mules“ frá Kalda. Ég hef notað þá mjög mikið, hvort sem er við gallabuxur eða fínni tilefni. Þeir voru til að mynda það fyrsta sem ég ákvað að klæðast á útskriftardaginn, kjólinn var valinn við skóna en ekki öfugt.“

Klara Rún á útskriftardaginn, en hún útskrifaðist úr menningarstjórnun frá …
Klara Rún á útskriftardaginn, en hún útskrifaðist úr menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Ljósmynd/Aðsend

Ertu mikið fyrir fylgihluti, áttu þér uppáhalds?

„Ég nota lítið af skartgripum en er alltaf með áberandi neglur í staðinn, þ.e. skæra liti, steina eða annað skemmtilegt sem vekur eftirtekt. Uppáhalds fylgihluturinn minn er aftur á móti bleik „fluffy care bag“ taska frá Studio Gælu sem ég keypti mér á HönnunarMars 2022. Ég leyfi mér alltaf að kaupa mér eitthvað eitt á hátíðinni á hverju ári og í fyrra var það þessi taska.“

Í hvaða búðum finnst þér skemmtilegast að versla?

„Ég passa mig að velja vel þegar ég versla föt, kaupi vandaðar og einstakar flíkur sem henta mínum stíl og geta nýst mér árum saman. Ég legg mikla áherslu á að styðja við íslenska hönnun og eru verslanir Kiosk og Yeoman í miklu uppáhaldi. Ég er einnig mjög nösk að finna notaðar hönnunargersemar bæði á netinu og í hringrásarverslunum þar sem ég hef gert mjög góð kaup í gegnum árin.“

Klara Rún ásamt syni sínum Arnóri Þey.
Klara Rún ásamt syni sínum Arnóri Þey. Ljósmynd/Aðsend

Áttu þér uppáhaldsliti?

„Ég elska bleikan lit! Ef það væri ekki fyrir kærastann minn þá væri íbúðin okkar sennilega mun bleikari en hún er í dag. Ég er þó alltaf að lauma einhverju bleiku í búið.“

Hvað er á óskalistanum fyrir veturinn?

„Mig langar alltaf í nýjar peysur.“

Bleikur ræður ríkjum hjá Klöru Rún.
Bleikur ræður ríkjum hjá Klöru Rún. Ljósmynd/Aðsend

Hvaðan sækir þú innblástur þegar þú setur saman dress?

„Ég verð að segja konurnar í lífi mínu, móðir mín, systir, vinkonur og samstarfskonur eru þar fremstar í flokki. Ég er líka mjög heppin að vera umkringd íslenskri hönnun í vinnunni alla daga og get ekki annað en fengið innblástur úr umhverfinu. Svo kemur hann úr fleiri áttum, Instagram, Pinterest, tónlist, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og verð ég að minnast á Daisy Jones and the Six.“

Klara Rún veit fátt betra en kápur.
Klara Rún veit fátt betra en kápur. Ljósmynd/Aðsend

Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?

„Taska frá Vivienne Westwood hefur lengi verið á óskalistanum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál