10 hlutir sem koma þér í jólagírinn

Óskalisti vikunnar ætti að koma þér í jólagírinn!
Óskalisti vikunnar ætti að koma þér í jólagírinn! Samsett mynd

Um helgina er fyrsti í aðventu og því er óskalisti vikunnar með jólalegu yfirbragði. Margir nýta helgina í eitthvað hátíðlegt eins og að skreyta heimilið, fara á jólahlaðborð eða fá sér heitt kakó á jólamarkaði. 

Á óskalista vikunnar finnur þú fallegar og fjölbreyttar vörur sem hitta beint í mark á þessum árstíma.

Fullkomið á jólaborðið

Þessar fallegu keramikskálar gerir arkitektinn Hildur Árnadóttir. Þær eru formfagrar og tímalausar og munu setja punktinn yfir i-ið á hvaða hátíðarborði sem er. 

Skálar frá h.loft eftir arkitektinn Hildi Árnadóttur fást á Instagram …
Skálar frá h.loft eftir arkitektinn Hildi Árnadóttur fást á Instagram síðu hennar @h.loft. Skjáskot/Instagram

Fegurðin í einfaldleikanum!

Pillar-kjóllinn frá Entire Studios er afar stílhreinn og einfaldur, en það er eitthvað við sniðið á honum sem gerir hann sérstaklega heillandi. Það er auðvelt að dressa kjólinn upp og niður og því ætti notagildið að vera ansi gott.

Kjóll frá Entire Studios fæst í Nebraska og kostar 19.990 …
Kjóll frá Entire Studios fæst í Nebraska og kostar 19.990 kr. Ljósmynd/Nebraska.is

Allt það sem ég óska er ...

... heilbrigður ljómi um jólin! Þetta púður frá Chanel er fullkomið yfir vetrartímann, en það gefur húðinni náttúrulegan og heilbrigðan ljóma – akkúrat það sem við þurfum í skammdeginu.

Les Beiges Healthy Glow Sheer Powder frá Chanel.
Les Beiges Healthy Glow Sheer Powder frá Chanel. Ljósmynd/Chanel.com

Jólataskan í ár!

Glitur getur gert hvaða dress sem er jólalegt, en þessi taska er fullkomin í fataskápinn yfir hátíðirnar. Ef þú vilt fara alla leið þá getur parað töskuna við glimmerdressið, en það er líka hægt að bæta töskunni við látlausara og einfaldara dress til að poppa það upp.

Taska frá Day et fæst í Snúrunni og kostar 18.995 …
Taska frá Day et fæst í Snúrunni og kostar 18.995 kr. Ljósmynd/Snuran.is

Sjóðheit stígvél!

Kúrekastígvél hafa verið að gera allt vitlaust að undanförnu, en nýverið komu þessi trylltu stígvél út sem eru með heillandi sniði og fullkomnu mynstri.

Kúreka-biker stígvél frá JoDis fást hjá Skór.is og kosta 34.995 …
Kúreka-biker stígvél frá JoDis fást hjá Skór.is og kosta 34.995 kr. Ljósmynd/S4s.is

Jólastjarnan!

Margir nýta fyrstu helgina í aðventu, sem er næstkomandi helgi, í að skreyta fyrir jólin. Þessa fallegu og skemmtilegu stjörnu er bæði hægt að nota sem ljós í glugga eða lofti, en einnig sem skrautmun á gólfi.

Jólastjarna frá Watt&Veke fæst í Dimm og kostar 7.990 kr.
Jólastjarna frá Watt&Veke fæst í Dimm og kostar 7.990 kr. Ljósmynd/Dimm.is

Heitasti liturinn!

Rauði liturinn hefur tekið yfir tískuheiminn á undanförnum vikum. Tímasetningin hentar vel enda þykir rauður afar jólalegur. Það er auðvelt að bæta rauðum við hvaða lúkk sem er með þessum flotta topp, en hann er hægt að dressa upp og niður yfir hátíðirnar. 

Toppur frá Han Kjobenhavn fæst í Húrra og kostar 13.990 …
Toppur frá Han Kjobenhavn fæst í Húrra og kostar 13.990 kr. Ljósmynd/Hurrareykjavik.is

Draumaskartið!

Það þurfa allir að eiga klassíska skartgripi yfir hátíðirnar sem taka lúkkið á næsta level. Þessir eyrnalokkar eru tímalausir og afar glæsilegir – sannkallað draumaskart fyrir jólin!

Eyrnalokkar frá 1104 by Mar kosta 9.990 kr.
Eyrnalokkar frá 1104 by Mar kosta 9.990 kr. Ljósmynd/1104bymar.com

Vertu töffari í vetur!

Þótt glitur og glamúr séu í forgrunni um þessar mundir þá er fátt sem toppar töffaralega jakka. Þessi jakki frá Aftur grípur augað samstundis með skemmtilegri hönnun sinni og áferð.

Jakki úr Aftur kostar 87.900 kr.
Jakki úr Aftur kostar 87.900 kr. Ljósmynd/Aftur.is

Glamúrbuxurnar!

Silfrið er að koma sterkt inn um þessar mundir! Þessar trylltu silfurlituðu buxur eru fullkomnar fyrir hátíðirnar, enda glamúrbuxur með töffaralegu yfirbragði.

Buxurnar fást hjá Zöru og kosta 8.995 kr.
Buxurnar fást hjá Zöru og kosta 8.995 kr. Ljósmynd/Zara.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda