Er hægt að fá ríkið til að niðurgreiða svuntuaðgerð?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Árni Sæberg

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem er að velta fyrir sér hvort og hvenær ríkið niðurgreiði svokallaðar svuntuaðgerðir. 

Sæl Þórdís. 

Nú hafa margir farið í magaermi eða hjáveituaðgerð og þar af leiðandi lést mikið og þar af er mikil húð sem situr eftir og langar eflaust að vita hvort að svuntuaðgerðir séu í einhverjum tilvikum niðurgreidd af ríkinu. Og í hvaða tilvikum tekur ríkið þátt í svoleiðis aðgerð?

Kær kveðja, 

GH

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Já, það er rétt hjá þér að magaminnkandi aðgerðir hafa fjölgað mikið á undanförnum árum.  Í kjölfar mikils þyngdartaps situr laus húð víða á líkamanum og laus húð á maga er oftast að trufla fólk. Það eru margir sjúkdómar sem fylgja mikilli yfirþyngd, álag á hjarta og æðakerfið með oft háum blóðþrýstingi sem lagast þegar fólk léttist. Eins er minna álag á stoðkerfið og fólk á auðveldara með að hreyfa sig. Hangandi húð á maga getur vissulega valdið sárum í fellingum, sveppasýkingum og óþægindum, en svuntuaðgerð er ekki í neinum tilvikum greidd af sjúkratryggingum. 

Með bestu kveðjum,

Þórdís

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda