12 hlutir eftir íslenska hönnuði sem þig dreymir um í jólagjöf

Það er eitthvað extra sjarmerandi við það að fá og …
Það er eitthvað extra sjarmerandi við það að fá og gefa íslenska hönnun! Samsett mynd

Óskalistinn er sérlega veglegur þessa vikuna. Hann prýða 12 íslenskar vörur sem fagurkera dreymir um að finna merkta sér undir jólatrénu eftir rúma viku. 

Það er eitthvað alveg einstakt við að fá íslenska hönnun í jólagjöf, en það besta er að það er ekkert minna skemmtilegt að gefa íslenska hönnun og vita að með því sé maður að styðja við hönnunarsenu landsins.

Draumaskórnir!

Þessir skór uppfylla allar kröfur fagurkerans – þeir eru einfaldir og stílhreinir en samt öðruvísi og eftirtektarverðir. Kalda er íslenskt vörumerki sem fatahönnuðurinn Kata Alda stofnaði árið 2016. 

Otta hælaskórnir fást í Kalda og kosta 59.200 kr.
Otta hælaskórnir fást í Kalda og kosta 59.200 kr. Skjáskot/Instagram

Bókin sem þú þarft að eignast fyrir 2024!

Myndlistakonan Rakel Tómasdóttir hefur síðustu ár gefið út einstaklega fallega og vel skipulagða dagbók og nú er bókin fyrir árið 2024 komin í sölu. Í dagbókinni er allt sem þú þarft til að verða skipulagsdrottning árið 2024!

Dagbók eftir myndlistakonuna Rakeli Tómasdóttur fæst í Epal og kostar …
Dagbók eftir myndlistakonuna Rakeli Tómasdóttur fæst í Epal og kostar 5.500 kr. Ljósmynd/Epal.is

Hinn fullkomni kjóll!

Það þurfa allir fataskápar að innihalda að minnsta kosti einn kjól sem tikkar í öll boxin – og það gerir þessi fallegi kjóll eftir fatahönnuðinn Eddu Gunnlaugsdóttur. Hvern dreymir ekki um klassískan og klæðilegan kjól sem gleður augað og hægt er að nota við fjölbreytt tilefni?

Kjóll eftir íslenska hönnuðinn Eddu Gunnlaugsdóttur. Hann fæst hjá Ddea …
Kjóll eftir íslenska hönnuðinn Eddu Gunnlaugsdóttur. Hann fæst hjá Ddea og kostar 55.000 kr. Ljósmynd/Ddea.is

Fallegt skart klikkar aldrei!

Þessi fallegu hálsmen eru hönnuð af Lovísu Halldórsdóttur á verkstæði hennar í Garðabæ. Þau eru bæði falleg ein og sér en passa líka sérstaklega vel saman.

Á myndinni eru þrjú hálsmen frá by Lovisa. Efst er …
Á myndinni eru þrjú hálsmen frá by Lovisa. Efst er Örk hálsfesti sem kostar 16.900 kr. Næst er Fiskiflétta hálsfesti sem kostar 24.800 kr. Neðst er svo Örk keðjan með fallegu skrauti sem kostar 24.900 kr. Ljósmynd/Bylovisa.is

Íslenskur líkamsskrúbbur!

Líkamsskrúbburinn frá ChitoCare mýkir og hreinsir húðina og inniheldur náttúruleg innihaldsefni sem dekra við húðina og gera hana silkimjúka. ChitoCare er íslenskt fyrirtæki stofnað af Sigríði Vigfúsdóttur sem býður upp á ýmsar húðvörur.

Líkamsskrúbbur frá ChitoCare fæst hjá ChitoCare og kostar frá 2.890 …
Líkamsskrúbbur frá ChitoCare fæst hjá ChitoCare og kostar frá 2.890 - 5.860 kr. Ljósmynd/Chitocare.is

Tímalaus hönnun sem endist!

Það er hálfómögulegt að vera búsettur á Íslandi innan um allar þessar flottu sundlaugar og náttúrulaugar en eiga ekki almennileg sundföt. Sundbolur frá sjálfbæra íslenska sundfatamerkinu SwimSlow er því tilvalinn í jólapakkann, en sundbolirnir eru hannaðir af Ernu Bergmann og eru virkilega fallegir og klassískir.

Sundbolurinn Vesturbæjarlaug fæst hjá Andrá og kostar 35.900 kr.
Sundbolurinn Vesturbæjarlaug fæst hjá Andrá og kostar 35.900 kr. Skjáskot/Instagram

Formfagur og einstakur!

Þessi fallegi blómavasi er úr vörulínu Studio Miklo, hönnunarteymi sem stofnað var árið 2021 og samanstendur af hönnuðunum Helgu Björk Ottósdóttur og Hjördísi Gestsdóttur. Vasarnir eru án efa einstakir og afar formfagrir.

Blómavasi frá Studio Miklo eftir hönnuðina Hjördísi Gestsdóttur og Helgu …
Blómavasi frá Studio Miklo eftir hönnuðina Hjördísi Gestsdóttur og Helgu Björk Ottósdóttur fást hjá Mikado og kosta 11.990 kr. Ljósmynd/Mikado.store

Það heitasta í vetur!

Lambúshettur hafa verið að taka yfir tískuheiminn á undanförnum vikum sem er afar hentugt fyrir okkur sem erum búsett í óútreiknanlegu veðurfari á Íslandi. Þessi lambúshetta er frá íslenska merkinu As We Grow.

Lambúshetta fæst hjá As We Grow og kostar 19.800 kr.
Lambúshetta fæst hjá As We Grow og kostar 19.800 kr. Ljósmyd/Aswegrow.is

Hlýlegur og töff!

Í síðustu viku var loðhúfa efst á óskalistanum, en þessa vikuna er það þessi tryllti loðjakki frá Feldur verkstæði. Hver kannast ekki við að vanta hlýja en hrikalega flotta flík í fataskápinn til að henda yfir sig á veturna? Hér er lausnin!

Fura jakki fæst hjá Feldur verkstæði og kostar 87.700 kr.
Fura jakki fæst hjá Feldur verkstæði og kostar 87.700 kr. Ljósmynd/Feldur.is

Buxur sem vekja eftirtekt!

Aftur er íslenskt merki í eigu hönnuðarins Báru Hólmgeirsdóttur, en hún stofnaði fyrirtækið ásamt systur sinni árið 1999. Þessar trylltu buxur eru eiga eftir að slá í gegn hjá tískudrottningum landsins enda vekja þær klárlega eftirtekt.

Gallabuxur fást í Aftur og kosta 62.700 kr.
Gallabuxur fást í Aftur og kosta 62.700 kr. Ljósmynd/Aftur.is

Alvöru næring eftir hátíðirnar!

Flestir kannast eflaust við íslenska fyrirtækið BioEffect sem hefur notið mikilla vinsælda bæði innan- og utanlands. Þessi nærandi augnmaski er fullkomin í pakkann enda fátt notalegra en að dekra svolítið við sig yfir hátíðirnar. 

Augnmaski frá bioEffect fæst hjá Bioeffect og kostar 4.290 kr.
Augnmaski frá bioEffect fæst hjá Bioeffect og kostar 4.290 kr. Ljósmynd/Bioeffect.com

Falleg hönnun á heimilið!

Hver elskar ekki að fá fallega íslenska hönnun fyrir heimilið í jólapakkann? Þessi veggstjaki er hannaður af Haf-hjónunum Karitas Sveinsdóttur og Hafsteini Júlíussyni sem eiga bæði Haf Store og Haf Studio. 

Veggstjaki úr spegilstáli fæst hjá Haf Store og kostar 29.900 …
Veggstjaki úr spegilstáli fæst hjá Haf Store og kostar 29.900 kr. Ljósmynd/Hafstore.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda