Sigga Beinteins snýr sér að fyrirsætustörfunum

Það fer Siggu Beinteins vel að vera vafin inn í …
Það fer Siggu Beinteins vel að vera vafin inn í ullarteppi. Ljósmynd/Anna Maggý

Söngkonan Sigríður Beinteinsdóttir, Sigga Beinteins, setti sig í fyrirsætustellingar á dögunum og vafði utan um sig teppi Rammagerðarinnar. 

„Sigga þurfti að hugsa sig um í aðeins eina mínútu þegar ég lagði þessa hugmynd undir hana, hún var strax til þótt fyrirvarinn væri eins lítill og hugsast getur. Hún stóð sig auðvitað, eins og við var að búast, með mikilli prýði og við áttum í mestu vandræðum með að velja myndirnar í sjálfa herferðina. Hún er greinilega fædd í þetta hlutverk,“ segir Auður Gná Ingvarsdóttir, listrænn stjórnandi Rammagerðarinnar.  

Ljósmynd/Anna Maggý

Kom ekkert annað til greina en að heyra í okkar  fremstu jóladívu

„Hugmyndin að jólateppinu var búin að vera dálítinn tíma í höfðinu á okkur Sigrúnu Höllu hönnuði hjá Varma. Einhverjar hugmyndir að mismunandi hönnun á teppi voru komnar niður á blað, en ekkert sem náði að sannfæra okkur, við vorum mest áhyggjufullar yfir að þetta yrði of mikil jólaklisja sem maður vill auðvitað ekki. Svo kom þessi einfalda hugmynd, að setja eitt stórt J á teppið og við urðum strax sannfærðar að þetta væri heiðarlegasta hönnunin. Sigrún útfærða síðan teppið mjög skemmtilega og við fengum að nota J úr leturgerð Or Type, sem eru með okkar þekktustu leturgerðarmönnum. Teppið er að sjálfsögðu rautt og hvítt, en það sem gerir það þó hátíðlegra en önnur teppi frá Rammagerðinni er gylltur þráður sem blandast saman við okkar frábæru íslensku ull. Þegar fyrsta sýnishornið af teppinu var tilbúið þá þurfti að para það við rétta manneskju í myndatöku og þá einhvern veginn kom ekkert annað til greina en að heyra í okkar fremstu jóladívu og söngkonu, Sigríði Beinteinsdóttur, til að sitja fyrir með teppið.  Tökurnar fór fram á Hótel Holti, þar sem Anna Maggý ljósmyndari tók við þessari skemmtilegu herferð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda