Fallegar neglur eru skvísubúst um jólin

Ragnheiður Júlíusdóttir er í jólaskapi.
Ragnheiður Júlíusdóttir er í jólaskapi. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ragnheiður Júlíusdóttir förðunarfræðingur er alltaf mjög spennt fyrir jólunum. Hún byrjar að hlusta á jólalög og kaupa jólagjafir snemma í nóvember en Ragnheiður segir aðfangadag einn af sínum uppáhaldsdögum á árinu.

„Aðventan hjá mér er oftast mjög róleg og notaleg. Ég set seríur á svalirnar, stjörnur í gluggana og þetta litla jóladót sem ég á upp. Eftir að ég flutti að heiman hef ég ekki bakað mikið sjálf en ætli ég prófi ekki eina eða tvær sortir í ár. Svo finnst mér eitt það skemmtilegasta við jólin að fara á jólatónleika. Ég og mamma höfum haft það sem hefð undanfarin ár að fara tvær saman á tónleika og í ár urðu Frostrósir fyrir valinu. Ég er ekki með neitt jólahlaðborð á planinu eins og er en það er alltaf gaman að kíkja á eitt slíkt,“ segir Ragnheiður um hvað hún gerir á aðventunni.

Ragnheiður leggur áherslu á rauðar varir á jóladag
Ragnheiður leggur áherslu á rauðar varir á jóladag mbl.is/Arnþór Birkisson

Sparipels er á óskalistanum

Hvernig ætlar þú að klæða þig um jólin?

„Á aðfangadag ætla ég að vera í brúnum glitrandi kjól frá SLA the label og hælum. Á jóladag er ég vanalega í fínum buxum og blússu. Annan í jólum er ég svo bara í einhverjum kósígalla.“

Ragnheiður í brúna jólakjólnum frá SLA THE Label.
Ragnheiður í brúna jólakjólnum frá SLA THE Label. mbl.is/Arnþór Birkisson

Finnst þér eitthvað spennandi í jólatískunni í ár?

„Kannski ekki eitthvað nýtt en mér finnst alltaf fallegt að vera í einhverju sem glansar eða glitrar um jólin. Alls konar dragtir eru svolítið „in“ núna sem ég fíla og stórir flöffí pelsar finnst mér líka aldrei fara úr tísku, ómissandi finnst mér að eiga einn fallegan sparipels til að poppa upp fötin yfir jólin. Einn slíkur er einmitt á óskalistanum.“

Sparileg í gegnsærri peysu frá merkinu Second Female við klassískar …
Sparileg í gegnsærri peysu frá merkinu Second Female við klassískar buxur frá Samsøe Samsøe. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hvenær skiptir þú yfir í náttföt eða þægilegri föt á aðfangadagskvöld?

„Við fjölskyldan klæðum okkur alltaf í okkar fínasta púss á aðfangadag, byrjum á því að fara í kirkju og förum svo yfir til frænku minnar í ótrúlega flott jólaboð, tökum okkur tíma í að borða og opna gjafirnar. Ég fer því ekki í þægilegri föt fyrr en seint um kvöldið.“

ByLovísa er uppháldsskartgripamerki Ragnheiðar og armböndin hennar eru þaðan.
ByLovísa er uppháldsskartgripamerki Ragnheiðar og armböndin hennar eru þaðan. mbl.is/Arnþór Birkisson

Skiptir skartið máli um jólin?

„Já það er ómissandi, skart gerir allt fallegra að mínu mati. Uppáhaldsspariskartið mitt þessa dagana er frá ByLovísa; gullfossfléttulínan hennar, perlulokkarnir og armböndin munu slá í gegn um jólin.“

Dragtir eru fullkomnar um jólin. Ragnheiður er í hátíðardragt frá …
Dragtir eru fullkomnar um jólin. Ragnheiður er í hátíðardragt frá Júník. mbl.is/Arnþór Birkisson

Nýtur þess að hafa sig til

Hvað tekur það þig langan tíma að gera þig fína fyrir jólin?

„Ég elska að byrja snemma að hafa mig til, setja jólatónlist í gang og vera ekkert að flýta mér. Svo ég myndi segja um það bil tvo tíma. Eftir jólasturtuna græja ég hárið, því næst förðunina og svo klæði ég mig í jóladressið áður en við höldum í kirkjuna.“

Hvernig er jólaförðunin í ár?

„Á aðfangadag er ég vanalega alltaf svipað förðuð. Fallega mótaðar augabrúnir, dökk skygging á augun með smá eyeliner-spíss og glimmeri. Uppáhalds „fínni“ farðinn minn er Self-Refreshing Synchro Skin frá Shiseido. Ég verð með kalda skyggingu og bleiktóna kinnalit, annaðhvort litina peach pop frá Charlotte Tilbury eða „happy“ frá Rare Beauty. Oftast við fínni tilefni nota ég svo uppáhalds stöku augnhárin mín frá Nola.is, Ultra Luxe Volume frá Modelrock. Ég enda svo förðunina á nudebleikum varablýant og gloss. Á jóladag er ég oftast eins. Ég legg aðeins minni áherslu á augun og meiri á varirnar. Ég sleppi augnskugga og geri aðeins dramatískari eyeliner-spíss á augun og svo er aðalatriðið rauðar varir, en í ár mun ég nota Mac ruby woo lipliner og Clarins 742 Joli Rouge varalit.“

Clarins 742 Joli Rouge er mjög jólalegur.
Clarins 742 Joli Rouge er mjög jólalegur.

Hvað um hárið?

„Ég set oftast smá liði eða krullur í hárið yfir jólin, en finnst líka fallegt að hafa lágan snúð í hárinu og smá krullaða vængi eða styttur út að framan.“

Hvað setur punktinn yfir i-ið þegar útlitið er annars vegar?

„Fyrir mig persónulega eru það fallegar neglur. Ég elska að dekra við mig og fara í neglur, en ég er mest fyrir einlitaðar eða nudebleikar neglur, alls ekki of langar. Nýjar snyrtilegar og fallegar neglur gefa mér eitthvert skvísubúst sem ég get ekki útskýrt.“

Bleiktóna kinnaliturinn peach pop frá Charlotte Tilbury.
Bleiktóna kinnaliturinn peach pop frá Charlotte Tilbury.

Jól í faðmi fjölskyldunnar

Hvernig verða jólin hjá þér í ár?

„Bara vonandi eins og undanfarin ár, ég var mjög veik ein heima öll jólin og áramótin í fyrra svo mín helsta ósk er bara að fá að vera með í ár. Vonandi verða þau bara frekar róleg í faðmi fjölskyldunnar, að borða góðan mat, spila og þess háttar.“

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

„Já, ég er alltaf með eitthvað á óskalistanum. Í ár er það meðal annars hvít Coach tabby taska, augnskuggapalletta frá Pat Mcgrath, falleg rúmföt, úr frá Sif Jakobs ásamt fleiru.“

Augnskuggapalletta frá Pat Mcgrath er á óskalistanum.
Augnskuggapalletta frá Pat Mcgrath er á óskalistanum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda