Mikils virði að hreppa gullið

Taramar fékk verðlaun fyrir besta augnserumið hjá European Natural Beauty …
Taramar fékk verðlaun fyrir besta augnserumið hjá European Natural Beauty Awards. Ljósmynd/Aðsend

Íslensku húðvörurnar Taramar unnu til verðlauna hjá European Natural Beauty Awards árið 2023 á dögunum. Arctic Flower Treatment þótti besta náttúrulega augnserumið að mati dómnefndar.  

„Það kom okkur skemmtilega á óvart að hún yrði valin sem besta náttúrulega augnserumið í Evrópu þar sem þessi vara var hönnuð til þess að vinna á móti myndun varalína á efri vör ásamt því að vinna almennt gegn hrukkumyndun í andliti,“ segir meðal annars í tilkynningu Taramar í kjölfar verðlaunanna.

Ákveðið var að prófa vöruna í kringum augnsvæðið vegna þess að Taramar vörurnar innihalda engin skaðleg efni fyrir líkama og húð, hvorki hormónatruflandi efni né erfðabreytt. 

„Það er mikils virði að vinna gullsætið í þessari keppni þar sem um 50 dómara prófa hundruði vara í margar vikur áður en niðurstöður eru kynntar og verðlaunin veitt. Þetta er því mikil viðurkenning fyrir íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem framleiðir íslenskar húðvörur úr bestu mögulegum hráefnum úr íslenskri náttúru,“ segir í tilkynningunni en Taramar hefur unnið alls 32 alþjóðleg verðlaun. 

Hér má sjá vegginn með öllum viðurkenningum Taramar.
Hér má sjá vegginn með öllum viðurkenningum Taramar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda