Þá er önnur vika ársins gengin í garð, en margir eru eflaust sammála því að henni sé einna best lýst sem ansi brattri brekku með hálkublettum. Það hefst oft hálfgert reipitog innra með okkur á þessum árstíma þar sem við erum á annan bóginn nýbúin að setja okkur háleit markmið og ætlum að sigra nýja árið, en á hinn bóginn dregur skammdegið og veðrið úr okkur alla orku.
Það þýðir samt ekkert að gefast upp, en ef það er einhvern tímann rétti tíminn til að dekra við sig þá er það einmitt í janúar. Óskalisti vikunnar inniheldur því tíu vörur sem hjálpa þér að komast í gegnum skammdegið!
Jakkinn Hornstrandir er sérstaklega hannaður fyrir erfiðar aðstæður, en það mætti alveg færa rök fyrir því að það séu erfiðar aðstæður að fara í gegnum janúarmánuðinn hér á klakanum. Það er því ómissandi að eiga góðan jakka sem er vatnsheldur og þægilegur, en svo mun hann vera fullkominn í fjallgöngurnar þegar fer að vora!
Margir ætla að bæta heilsuna á nýju ári og hafa sett sér markmið að hreyfa sig meira. Það getur verið erfitt að fara fram úr rúminu á morgnana í svartamyrkri og koma sér út úr húsi og á æfingu, eða upp úr sófanum eftir vinnu þegar rigningin lemur á gluggana – þá er tilvalið að fá sér ný æfingaföt og nýta þau sem hvatningu í ræktina!
Það er oftast hægt að finna jákvæðar hliðar á krefjandi aðstæðum, en það góða við skammdegið og veðrið í janúar er hvað það er auðvelt að gera heimilið kósí með fallegum kertum. Njótum þess!
Á Íslandi er nauðsynlegt að eiga góða og hlýja úlpu sem kemur manni út úr húsi á morgnanna. Þessi flotta úlpa frá H2OFagerholt er stílhrein með flottu sniði, en það besta er þó hversu hlý hún er en á sama tíma létt.
Það er algengt áramótaheiti hjá fólki að lesa meira, en það er tilvalið að byrja árið með stæl á bókinni Duft eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur.
Það er ekki bara hálka, rok og dimma sem fylgir janúarmánuðinum, heldur oft líka lúmskir baugar undir augunum. Þá kemur Anti-Pigment Illuminating Eye Care augnkremið frá Eucerin sér vel, en kremið leiðréttir og dregur úr dökkum baugum, þrota og sléttir fínar línur.
Þessi tryllti skíðagalli frá Goldbergh er á óskalista margra fagurkera, enda fáránlega flottur. Við verðum að minna okkur á allt það góða sem fylgir vetrinum, til dæmis þegar skíðabrekkurnar opna! Margir bíða spenntir eftir meiri snjó og fleiri skíðaferðum, en í millitíðinni er upplagt að splæsa í alvöru skíðagalla.
Ný flík getur gert mikið fyrir mann í skammdeginu, en þessar buxur eru fáránlega töff og munu nýtast vel bæði í vetur og næsta sumar!
Við höldum áfram að líta á björtu hliðarnar – sund er eitt af því sem er virkilega notalegt sama hvernig viðrar, og sumir vilja meira að segja meina að það sé best að fara í sund í rigningu og roki. Það er algjör snilld að byrja árið með þessu skemmtilega skafkorti, en í árslok verður þú vonandi búin að skafa heilmikið af því!
Það er alltaf gott að kíkja út fyrir þægindaramann, líka þegar kemur að tísku. Þessi stígvél hafa verið að gera allt vitlaust, en fólk virðist annað hvort elska þau eða vera allt annað en hrifið.