„Fótósjopp“ Ingu Tinnu vekur athygli

Inga Tinna Sigurðardóttir birti mynd af sér á Instagram. Hér …
Inga Tinna Sigurðardóttir birti mynd af sér á Instagram. Hér má einnig sjá mynd sem er á heimasíðu hótels í Köln. Samsett mynd

Inga Tinna Sigurðardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Dineout, skellti sér til Þýskalands til að styðja íslenska landsliðið í handbolta á dögunum. Hún birti mynd af sér úr ferðinni á Instagram sem hefur vakið mikla athygli. Myndin lítur út fyrir að vera töluvert unnin, meira að segja bakgrunnurinn var fenginn að láni. 

Myndin sem Inga Tinna notaði var tekin af heimasíðu hótelkeðjunnar Hyatt sem rekur fimm stjörnu hótel í Köln. Smartland hefur heimildir fyrir því að Inga Tinna hafi ekki gist á hótelinu sem um ræðir heldur á hóteli í lægri verðflokki ásamt kærasta sínum, Loga Geirssyni handboltahetju. Logi er í vinnuferð en hann fylgir liði Íslands fyrir hönd RÚV. Parið gisti á hótelinu Hotel Mondial am Dom Cologne MGallery en hótelið er fjögurra stjörnu hótel. 

Hér má sjá sömu mynd og Inga Tinna notaði.
Hér má sjá sömu mynd og Inga Tinna notaði. Skjáskot/Hyatt.com

Skýr merki um myndvinnslu

Blaðamaður leitaði auk þess álits ljósmyndara. Benti ljósmyndarinn á nokkur atriði. Inga Tinna virðist meðal annars vera inni á miðju borðinu. Önnur ummerki eru greinileg, sérstaklega á hendinni sem heldur um símann. Einnig vakna upp spurningar eins og hvort að myndin hafi upphaflega verið tekin í spegli eða einhver annar hafi tekið myndina af Ingu Tinnu í speglastellingu. 

„Smituð af handboltabakteríunni,“ skrifaði Inga Tinna þegar hún birti myndina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál