Sjálfur ástæðan fyrir ljótu hári

Donald Trump er með sérstakt hár.
Donald Trump er með sérstakt hár. AFP

Hárlitur Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nokkuð óvenjulegur og stundum er eins og hárið gæti verið betur litað. Það er þó ekki bara við hársnyrtinn að sakast þar sem Trump er sagður hegða sér eins og lítið barn á hárgreiðslustofunni. 

„Hárgreiðslufólk verður reitt út í hann, en getur ekki sýnt það. Hann getur ekki einu sinni setið kjurr í 30 mínútur,“ segir heimildarmaður Page Six. Trump nær því ekki að halda ró á meðan það tekur að lita hár hans. 

„Hárlitur Trumps getur breyst og verið skollitað, ljóst eða jafnvel ljós appelsínugult. Það fer eftir því hversu lengi hársnyrtirinn fær hann til að sitja í stólnum,“ segir í fréttinni. 

Hárgreiðslufólk er sagt verða þreytt á Donald Trump.
Hárgreiðslufólk er sagt verða þreytt á Donald Trump. AFP

„Vinir segja að hann sé það óþolinmóður að hann veiti hárnsyrtinum sjaldan þær 30 til 45 mínútur sem hann þarf til að halda hárlitnum jöfnum. Því styttri tíma sem þeir fá því appelsínugulara verður hárið, þar sem það þarf tíma til að gera hárið skollitað eins og hann tengir við yngri ár sín,“ útskýrði heimildarmaðurinn. 

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda