Ætlar þú að vera alveg löðrandi í fjallinu?

Adam Driver og Lady Gaga voru eftirminnileg í hlutverkum sínum …
Adam Driver og Lady Gaga voru eftirminnileg í hlutverkum sínum í kvikmyndinni House of Gucci. Hér eru þau uppáklædd í ítölsku Ölpunum.

Skíðavertíðin stendur sem hæst þessa dagana og keppist fólk við að þeytast niður brekkurnar. Eitt er að vera góður á skíðum eða bretti – annað er að vera þessi sem vekur eftirtekt fyrir góðan fatasmekk.

Vetrarsokkar frá Loro Piana.
Vetrarsokkar frá Loro Piana.

Adam Driver og Lady Gaga voru eftirminnileg í hlutverkum sínum í kvikmyndinni House of Gucci. Hann lék Maurizio Gucci og hún fyrrverandi eiginkonu hans, Patriziu Reggiani. Í kvikmyndinni fóru þau í ítölsku Alpana til að lyfta sér upp, fá hvíld frá sjálfum sér og öfgafullum hversdagsleikanum. Það getur verið svo gott fyrir fólk að fara aðeins í brekkurnar, fá fjallaloft í lungun og skemmta sér. Klæðaburður Driver og Gaga var upp á 12 af 10 mögulegum. Eigandi tískuhúss gat náttúrlega ekki verið eins og ræfill í Ölpunum og heldur ekki konan hans. Hann klæddist ljósri kaðlapeysu með rúllukraga og var í hvítum skíðabuxum við. Hann státaði af einföldum stíl en var löðrandi í lúxus á sama tíma.

Hvítar skíðabuxur frá Bogner.
Hvítar skíðabuxur frá Bogner.

Peysan úr kasmír – ekki gerviefni. Hárið vel blásið með nettri og síðri herraklippingu – engar utanbæjarstrípur og engin skeggolía. Bara heiðarleg næntís fínheit. Hann var í raun ekki með ósvipaða hárgreiðslu og fréttamaðurinn Bogi Ágústsson skartaði þegar hann var ungur og ferskur. Reggiani var hins vegar gulli skreytt. Í svörtum skíðafötum með belti um mittið. Gullhálsfestar, gulleyrnalokkar og gullarmband undirstrikuðu stöðu hennar, svo ekki sé minnst á hvítu pels-húfuna. Þótt gullfestar séu kannski ekki alveg hættulausar þegar brunað er niður brekkurnar má hafa þær undir peysunni í stórsviginu og lauma þeim upp úr kraganum þegar stoppað er í næsta skíðaskála.

Helly Hansen úlpa fæst í Útilíf.
Helly Hansen úlpa fæst í Útilíf.
Smith hjálpur fæst í Fjallakofanum.
Smith hjálpur fæst í Fjallakofanum.
Skíðaföt frá Zara.com.
Skíðaföt frá Zara.com.
Hvítar skíðabuxur frá 66°Norður.
Hvítar skíðabuxur frá 66°Norður.
Rossignol skíðagleraugu fást í Útilíf.
Rossignol skíðagleraugu fást í Útilíf.

Hvítar buxur – hvítir skór!

Skíðatískan í ár kallar á eitthvað hvítt, eitthvað svart, kannski eitthvað rautt og kannski eitthvað bleikt. Það skiptir máli að skíðadressið sé hugsað í heild sinni þannig að buxurnar passi við úlpuna, skíðapeysuna, skíðahjálminn og lúffurnar. Hvítar buxur eru vinsælar þessa dagana, hvort sem þær eru þröngar og lögulegar eða með góðri hreyfivídd. Úlpur með hettu og belti um mittið fara vel við hvítu skíðabuxurnar. Ef skíðaúlpan þín er ekki með belti gætir þú smellt belti á hana. Það er þó ekki nóg að vera bara í smart skíðadressi í brekkunum. Það skiptir máli að vera í sama stíl þegar farið er í brekkurnar og þá koma Moon Boots eða skór í svipuðum stíl sterk inn. Góð húfa, sólgleraugu og arfasmart skíðagleraugu eru líka atriði sem þarf að hugsa út í. Gott er líka að koma sér upp mittistösku sem passar við skíðafötin.

Goldbergh skíðadress fæst Hjá Hrafnhildi.
Goldbergh skíðadress fæst Hjá Hrafnhildi.
Kuldaskór sem fást á Zara.com.
Kuldaskór sem fást á Zara.com.
Isabella Rakonic í skíðapeysu sem er merkt skíðabæ nokkrum í …
Isabella Rakonic í skíðapeysu sem er merkt skíðabæ nokkrum í Austurríki.
Nadía Atladóttir í mjög flottum skíðagalla í frönsku Ölpunum. Hann …
Nadía Atladóttir í mjög flottum skíðagalla í frönsku Ölpunum. Hann var keyptur hjá Prettylittlething.com.

Hvernig væri að fá sér samfesting?

Svo eru það samfestingarnir, sem njóta vinsælda þessa dagana. Fótboltakonan Nadía Atladóttir klæddist til dæmis glæsilegum samfestingi á dögunum þegar hún skíðaði í frönsku Ölpunum. Skíðagallinn var keyptur á vefsíðunni Prettylittlething.com. sem selur alls konar fatnað sem lífgar upp á tilveruna. Þar er hægt að kaupa alls konar skíðaföt sem munu án efa veita ómælda gleði. Hlý undirföt þurfa að fara með í fjallið og vandaðir ullarsokkar. Ullarsokkarnir frá Loro Piana toppa skíðaferðina, það er að segja ef þér finnst appelsínurautt, grænt, ljósblátt og hvítt fara vel saman.

Shiseido sólarvörn SPF50 er nauðsynleg í hverja skíðaferð.
Shiseido sólarvörn SPF50 er nauðsynleg í hverja skíðaferð.
Goldbergh skíðabuxur fást Hjá Hrafnhildi.
Goldbergh skíðabuxur fást Hjá Hrafnhildi.
Rossignol skíðagleraugu fást í Útilíf.
Rossignol skíðagleraugu fást í Útilíf.
Mackage skíðajakki.
Mackage skíðajakki.
Vetrarhattur frá 66°Norður.
Vetrarhattur frá 66°Norður.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda