Eldist fólk hraðar sem vinnur fyrir framan tölvu?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda. Samsett mynd

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu er varðar öldrun og hvort geislar frá tölvunni eldi fólk fyrir aldur fram. 

Sæl Jenna. 

Það er talað um að útfjólubláum geislar sólarinnar valdi öldrun húðarinnar. Hafa þá útfjólubláir geislar frá tōlvuskjám sömu áhrif á húðina?

Kær kveðja,

HG

Hefur birtan frá tölvuskjánum áhrif á öldrun húðarinnar?
Hefur birtan frá tölvuskjánum áhrif á öldrun húðarinnar? Andrew Neel/Unsplash

Sæl HG

Það er ekki spurning um það í dag að útfjólubláir geislar valda skaða í húðinni, bæði þá húðkrabbameinum og ótímabærri öldrun húðarinnar. Útfjólubláir geislar eru í sólarljósi og einnig í ljósabekkjum. Þeir eru aftur á móti ekki í birtunni frá tölvuskjáum en þar eru aftur á móti blátt ljós sem getur einnig með tíð og tíma valdið skemmdum í húðinni.

Bæði útfjólubláir geislar og blátt ljós valda litlum sköðum á erfðaefni okkar í húðfrumunum sem safnast saman með tíð og tíma. Það geta því liðið mörg ár áður en skemmdin kemur fram. Til að koma í veg fyrir þessar skemmdir, minnka líkur á húðkrabbameini og draga úr ótímabærri öldrun húðarinnar, er því mjög mikilvægt að nota sólarvörn daglega og þá sólarvörn með minnst SPF 30. Það er því ráðlegt að venja sig á að bera á sig sólarvörnina á morgnana, hvort sem það er sól úti eða ekki!

Kær kveðja, 

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda