Katrín greiddi stjörnum í Kaupmannahöfn

Katrín Sif ásamt norsku poppstjörnunni Astrid S. Katrín sá um …
Katrín Sif ásamt norsku poppstjörnunni Astrid S. Katrín sá um að greiða henni. Ljósmynd/Aðsend

Katrín Sif Jónsdóttir, hársnyrtimeistari og eigandi Sprey hárstofu, fór á tískuvikuna í Kaupmannahöfn og greiddi þar fyrirsætum með teymi frá Kevin Murphy. Katrín var sú eina frá Íslandi en samstarfsfólk hennar kom víða að frá Evrópu.

Stemningin á tískuvikunni var mjög skemmtileg að sögn Katrínar. „Kaupmannahöfn breytist í litríkari borg að mínu mati, fólk í öðruvísi fötum en vanalega og það er mjög gaman að sjá hvernig fólk blandar saman litum, flíkum og fleira.“

Greiddi stjörnum og á stórum sýningum

Katrín greiddi fyrir tískumerkið Lovechild1979 á Alpha-tískusýningunni þar sem tíu hönnuðir koma saman, en íslenski hönnuðurinn Thelma Rut Gunnarsdóttir var á meðal þeirra. Katrín sá einnig um að greiða fyrir Henrik Vibskov og MKDT.

Katrín komst í snertingu við stórstjörnur á tískuvikunni. „Ég fékk einstakt tækifæri þarna úti, að greiða poppstjörnunni Astrid S. Það var ótrúlega skemmtilegt að spjalla við hana og fá þetta tækifæri,“ segir Katrín. Á meðal fyrirsæta hjá tískumerkinu MKTD var leikarinn Lucas Lynggaard Tønnesen, sem leikur í Netflix-þáttunum 1899 og Borgen.

Thelma Rut Gunnarsdóttir sýndi hönnun sína á tískuvikunni en Katrín …
Thelma Rut Gunnarsdóttir sýndi hönnun sína á tískuvikunni en Katrín sá um að greiða fyrirsætum fyrir sýninguna. Ljósmynd/Aðsend

Fenguð þið frjálsar hendur varðandi hárið?

„Yfirhárstjórnandinn, hann Massimo, var settur í verkið að tala við hönnuðina og fékk frá þeim hvað þau vildu. Það voru gerðar prufugreiðslur og það svo samþykkt. Teymið átti svo að fylgja „moodboardi“ og flest módel voru eins eða svipuð. Horft er á hárgerð og sídd, hvað hentar og hvað er hægt.“

Hvað fannst þér standa upp úr?

„Það var gott skipulag og flæði, góð samvinna og góð orka hjá öllum baksviðs.“

Katrín ásamst samstarfsfólki sínu á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.
Katrín ásamst samstarfsfólki sínu á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Aðsend
Allt tilbúið fyrir hárgreiðslufólkið.
Allt tilbúið fyrir hárgreiðslufólkið. Ljósmynd/Aðsend
Allt að gerast baksviðs.
Allt að gerast baksviðs. Ljósmynd/Aðsend

Styttra hár er að koma inn

Hvað er að gerast í hártískunni núna?

„Við munum líklega sjá meira um „blowouts“ en það hefur verið í smá tíma núna, náttúruleg hreyfing í hárinu með fyllingu og einnig er „sleek wet-hár“ að koma sterkt inn.“

Er hárið að styttast?

„Já, það er það, þetta síða mikla hár er að detta út og við erum við að sjá meiri hreyfingu, styttur, toppa og klippingar við axlir.“

Fyrirsæta á tískuvikunni í Kaupmannahöfn með sleikt hár aftur, en …
Fyrirsæta á tískuvikunni í Kaupmannahöfn með sleikt hár aftur, en hárgreiðslan er í tísku núna. Ljósmynd/Aðsend
Stutta hárið er að koma sterkt inn. Þessi fyrirsæta á …
Stutta hárið er að koma sterkt inn. Þessi fyrirsæta á tískuvikunni í Kaupmannahöfn er með á nótunum. Ljósmynd/Aðsend

Hvaða efni í hárið eru í uppáhaldi hjá þér núna?

„ANTI.GRAVITY spreyið er alltaf í miklu uppáhaldi og mikið notað baksviðs. Það gefur hárinu lyftingu og hald, hárið verður viðráðanlegra og liðir og greiðslur haldast betur í hárinu. HAIR.RESORT sprey er einnig mjög vinsælt, það gefur þessa sólstrandartilfinningu í hárið. YOUNG.AGAIN DRY CONDITIONER gefur líka léttan glans yfir þurrt hárið, nærir og mýkir,“ segir Katrín.

Yfirhárgreiðslumaðurinn Massimo lagði línurnar og Katrín og félagar unnu út …
Yfirhárgreiðslumaðurinn Massimo lagði línurnar og Katrín og félagar unnu út frá því. Ljósmynd/Aðsend
Fyrirsæturnar tilbúnar með fallega greitt hár fyrir sýningu.
Fyrirsæturnar tilbúnar með fallega greitt hár fyrir sýningu. Ljósmynd/Aðsend
Mikill undirbúningur er á bak við hárið á tískusýningunum.
Mikill undirbúningur er á bak við hárið á tískusýningunum. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda