Frumsýndi heljarinnar „blackout“ húðflúr

Machine Gun Kelly er vinsæll tónlistarmaður og þekktur fyrir rapptónlist.
Machine Gun Kelly er vinsæll tónlistarmaður og þekktur fyrir rapptónlist. Samsett mynd

Tón­list­armaður­inn Machine Gun Kelly, sem heit­ir réttu nafni Col­son Baker, frum­sýndi nýtt húðflúr á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um í gær­dag.

Kelly sem skart­ar fjöl­mörg­um húðflúr­um hef­ur nú látið þekja báða hand­leggi sína, axl­ir, brjóst­kassa og geir­vört­ur með svörtu bleki, en slík húðflúr hafa vaxið í vin­sæld­um á síðustu árum og kall­ast „blac­kout“. 

Húðflúrið var gert af tveim­ur lista­mönn­um sem kalla sig Roxx & Cats. Báðir eru vel þekkt­ir víða um heim fyr­ir sköp­un­ar­verk sín gerð með svörtu bleki. Ekki er vitað hvað þetta ferli tók lang­an tíma, en lista­menn­irn­ir kláruðu nýja húðflúrið yfir jól­ina og hef­ur tón­list­armaður­inn haldið því leyndu frá aðdá­end­um sín­um í nokkr­ar vik­ur. 

Um leið og Kelly birti mynd­ina á In­sta­gram voru net­verj­ar ekki lengi að koma skoðunum sín­um á fram­færi í at­huga­semd­ar­kerf­inu og voru mjög skipt­ar skoðanir um ágæti húðflúrs­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda