„Ég er á móti því að eiga spariföt“

Margrét Mist Tindsdóttir er mikill fagurkeri með gott auga fyrir …
Margrét Mist Tindsdóttir er mikill fagurkeri með gott auga fyrir fallegum flíkum og hönnun. Samsett mynd

Margrét Mist Tindsdóttir, oftast kölluð Mæja, er mikill tískuunnandi með gott auga fyrir fallegri hönnun. Hún hefur haft áhuga á tísku frá því hún man eftir sér og var strax komin með sterkar skoðanir á fatavali þegar hún var á leikskólaaldri. 

Að undanförnu hefur tískuáhugi Mæju fengið að blómstra enn frekar, en hún er með BA gráðu í Business & Design frá KEA-háskólanum í Kaupmannahöfn og starfar sem markaðsstjóri hjá fataversluninni Húrra Reykjavík og hjá sprotafyrirtækinu Regn sem er nýtt símaforrit býður notendum að kaupa og selja notaðan fatnað. 

Mæja útskrifaðist fyrir tveimur árum frá KEA-háskólanum í Kaupmannahöfn.
Mæja útskrifaðist fyrir tveimur árum frá KEA-háskólanum í Kaupmannahöfn.

Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku?

„Já ætli það ekki, pabbi gafst að minnsta kosti ansi fljótt upp á því að koma með tillögur af fatnaði fyrir leikskólann þar sem ég hafði yfirleitt sterkar skoðanir og þeim var ekki haggað. Ég man líka að ein skemmtilegasta jólagjöfin frá mínum yngri árum var þegar ég fékk Hagkaupspoka fullan af afgangs efnum sem ég dundaði mér við að sauma saman og búa til fatalínu.“

Þegar Mæja var yngri þótti henni fátt skemmtilegra en að …
Þegar Mæja var yngri þótti henni fátt skemmtilegra en að fá afgangs efni að gjöf sem hún saumaði svo saman og bjó til flíkur úr.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Ég myndi lýsa honum sem kvenlegum í bland við „sporty“.“

Mæja er með flottan fatastíl, en hún lýsir honum sem …
Mæja er með flottan fatastíl, en hún lýsir honum sem blöndu af kvenlegum og „sporty“ stíl.

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega? En þegar þú ferð eitthvað fínt?

„Ég er á móti því að eiga spariföt og finnst synd að loka fallegar flíkur inni í skáp og bíða eftir fínna tilefni svo ég nota kjóla, pils og glimmer óháð því hvort það sé mánudagur eða laugardagskvöld.

Eini munurinn er að ég klæði flíkina þá frekar niður – fer t.d. í háskólapeysu við útvítt pils og strigaskó. Dagsdaglega er ég praktískari í skóvali þar sem ég labba alltaf í vinnu en stefni á að endurvekja Köbenlífstílinn og fá mér hjól en þá verður ekkert því til fyrirstöðu að skella mér í hæla.“

Mæja er lunkin við að klæða flíkur upp og niður.
Mæja er lunkin við að klæða flíkur upp og niður.

Fyrir hverju fellur þú oftast?

„Ljósum litum, glimmeri og settum.“

Ljósir litir heilla Mæju.
Ljósir litir heilla Mæju.

Bestu fatakaupin?

„Þessa dagana fer ég ekki úr hvítum pels sem ég fékk í jólagjöf en hann var einmitt keyptur notaður á Regn appinu. Svo glæsilegur og passar við allt.“

Hvítur pels sem Mæja fékk í jólagjöf er í miklu …
Hvítur pels sem Mæja fékk í jólagjöf er í miklu uppáhaldi um þessar mundir.

Verstu fatakaupin?

„Óþægilegir skór og föt úr lélegum efnum sem verða þar af leiðandi eins og lufsur eftir fyrstu notkun.“

Áttu þér uppáhaldsfylgihlut?

„Sá fylgihlutur sem ég hef notað hvað mest er hvít Bottega Veneta taska sem ég keypti mér þegar ég vann þar. Hún er svo vönduð og hægt að breyta henni í „clutch“ með því að smella böndunum af eða smella þeim saman og þar með lengja í ólinni.“

Uppáhaldsfylgihluturinn er hvít taska frá tískuhúsinu Bottega Veneta.
Uppáhaldsfylgihluturinn er hvít taska frá tískuhúsinu Bottega Veneta.

Hvað er efst á óskalistanum þínum um þessar mundir?

„Hingað til hef ég verið að fá lánaða Maison Margiela hæla hjá systur minni en þeir eru svo fallegir og þægilegir að ég væri alveg til í að eignast mitt eigið par.“

Mæju dreymir um að eignast hælaskó frá Maison Margiela.
Mæju dreymir um að eignast hælaskó frá Maison Margiela.

Áttu þér uppáhaldsmerki?

„Mér finnst allt fallegt frá Chanel og elska að fylgjast með tískusýningunum þeirra.“

Tískuhúsið Chanel er í miklu uppáhaldi hjá Mæju.
Tískuhúsið Chanel er í miklu uppáhaldi hjá Mæju.

Hvar verslar þú oftast?

„Ef ég lít yfir síðustu ár, þá hef ég mest verslað „elskuð föt“ eða „second hand“. Hér heima versla ég mest á Regn appinu og þegar ég fæ mér eitthvað nýtt þá er það úr Húrra. Þegar ég fer erlendis elska ég að skoða í þessum fínni verslunum með notuð föt en í síðustu ferð keypti ég mér t.d. þessa æðislegu ullardragt.“

Mæja er hrifin af því að kaupa notuð eða „elskuð“ …
Mæja er hrifin af því að kaupa notuð eða „elskuð“ föt hvort sem hún er hér á Íslandi eða erlendis.

Sjálfbær fatakaup á Íslandi tekin skrefinu lengra

Að undanförnu hefur Mæja verið að vinna að nýju símaforriti, Regn, þar sem notendur geta bæði keypt og selt notaðan fatnað. „Þegar ég bjó úti notaði ég fatasöluöpp endalaust – bæði til að kaupa og selja notuð föt. Þegar ég komst að því að sambærilegt íslenskt app væri í bígerð varð ég að fá að vera með fingurna í því en síðasta ágúst fór Regn á App Store. Sjálf er ég gríðarlega stolt af appinu sem hefur nú tekið sjálfbær fatakaup á Íslandi skrefinu lengra,“ segir hún. 

Þegar Mæja var búsett erlendis þá notaði hún fatasöluforrit mikið.
Þegar Mæja var búsett erlendis þá notaði hún fatasöluforrit mikið.

Aðspurð segir Mæja nafnið vera beina tilvísun í náttúruna og hringrás hennar. „Við erum mjög ánægð með nafnið sem er bein tilvísun í náttúruna og hringrásina; vatn gufar upp og verður að skýi sem svo rignir niður. Regn appið byggir á sömu hringrásarhugmynd, nema þar eru það elskaðar flíkur sem mynda hringrásina,“ útskýrir hún. 

View this post on Instagram

A post shared by Regn (@regn_app)

Hvert sækir þú innblástur þegar þú setur saman dress?

„Mér finnst oft gaman að blanda saman andstæðum – strigaskóm og kjól eða hversdagslegum gallabuxum við fína skyrtu. Mér finnst líka oft koma vel út að blanda saman mismunandi efnum í sama lit. Annars fæ ég oftast hugmyndir frá mömmu, systrum mínum og frænkum – og svo auðvitað Instagram.“

Mæju þykir gaman að blanda saman mismunandi efnum í sama …
Mæju þykir gaman að blanda saman mismunandi efnum í sama lit.

Hver finnst þér vera best klæddi einstaklingurinn í heiminum í dag?

„Ég elska að fylgjast með Josefine Haaning, Emili Sindlev og Sofia Richie.“ 

Það er margt spennandi framundan hjá Mæju!
Það er margt spennandi framundan hjá Mæju!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda