Leyndarmálið á bak við útlit Heru Bjarkar

Emilía Tómasdóttir farðar Heru Björk Þórhallsdóttur í Eurovision.
Emilía Tómasdóttir farðar Heru Björk Þórhallsdóttur í Eurovision.

Hár og smink er stór hluti Eurovision og sem dæmi þá kláruðu hárgreiðslufólk keppninnar yfir 400 lítra af hárspreyi í keppninni fyrir ári síðan.

Emilía Tómasdóttir eigandi hárgreiðslustofunnar Emóra í Árbæ sér um hár og smink á Heru Björk Þórhallsdóttur sem keppir í Eurovision í kvöld fyrir hönd Íslands. Það má segja að Emilía sé hálfgerð hirðhárgreiðslu- og förðunardama Heru Bjarkar því hún hefur séð um útlitið á söngkonunni í 14 ár.  

Hvert er leyndarmálið á bak við geislandi útlit Heru Bjarkar? 

„Hera er með mjög góða húð sem er lykilatriði. Við erum búnar að vera að vinna með íslensku húðvörunar frá Taramar undanfarna mánuði og þær eru mjög góðar. Það þarf að passa að drekka mikið vatn, þrífa húðina og sofa vel. Það skiptir mestu máli. Það sést mjög fljótt á húðinni ef fólk passar ekki upp á það. Í sambandi við hárið þá þarf að hugsa vel um það og næra. Við erum búnar að vinna það saman í fjölda ára svo hún er alltaf með hárið náttúrulega fallegt. Við viljum sýna hvað hún er falleg og sjá til þess að hún geisli á sviðinu. Það þarf að hugsa líka um það að sminka fyrir sjónvarp er ekki það sama og að sminka fyrir partí. HD-sjónvarp sýnir allt. Það er mjög auðvelt að ferðast með Heru og við vinnum þetta saman hvert sem við höfum farið öll þessi ár,“ segir Emilía. 

Hera Björk Þórhallsdóttir á fyrstu æfingunni í Malmö.
Hera Björk Þórhallsdóttir á fyrstu æfingunni í Malmö. Sarah Louise Bennett
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda