Náði varla andanum í níðþröngum kjól

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian virtist eiga erfitt með að draga djúpt …
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian virtist eiga erfitt með að draga djúpt andann í þessari hönnum frá John Galliano. AFP/ljósmynd

Marg­ir ráku upp stór augu þegar raun­veru­leika­stjarn­an og at­hafna­kon­an Kim Kar­dashi­an mætti á Met Gala-viðburðinn sem hald­inn var á Metropolit­an-safn­inu í New York-borg á mánu­dag. Kar­dashi­an-syst­ir­in var stór­glæsi­leg í gull­fal­leg­um silfruðum síðkjól úr smiðju tísku­hönnuðar­ins John Galliano.

Það sem vakti sér­staka eft­ir­tekt við út­lit Kar­dashi­an var agn­arsmátt mitti henn­ar, en kjóll­inn var fast reyrður í mittið. Það má því að segja út­lit henn­ar hafi verið á mörk­um raun­veru­leika og blekk­ing­ar.

Mikl­ar umræður sköpuðust á sam­fé­lags­miðlum fljót­lega eft­ir að Kar­dashi­an frum­sýndi út­lit sitt á mynt­ug­ræna dregl­in­um. Net­verj­ar voru marg­ir hverj­ir agndofa yfir kjóla­vali henn­ar þar sem hún virt­ist eiga erfitt með að draga djúpt and­ann. Kar­dashi­an átti einnig í mikl­um erfiðleik­um með að kom­ast upp tröpp­urn­ar að Metropolit­an-safn­inu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kar­dashi­an stel­ur sviðsljós­inu á Met Gala-viðburðinum. Árið 2022 gerði raun­veru­leika­stjarn­an allt vit­laust þegar hún mætti í kjól sem var eitt sinn í eigu Mari­lyn Mon­roe. Kar­dashi­an létti sig um átta kíló á þrem­ur vik­um til að passa í kjól­inn. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Page Six (@pages­ix)

Kim Kardashian vakti mikla athygli fyrir klæðaburð sinn.
Kim Kar­dashi­an vakti mikla at­hygli fyr­ir klæðaburð sinn. AFP/​ljós­mynd­ari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda