Tekur fermingarversið með sér hvert sem hann fer

Um hálsinn geymir Arnar Þór forsetaframbjóðandi kross og ritningarversið sem …
Um hálsinn geymir Arnar Þór forsetaframbjóðandi kross og ritningarversið sem hann þuldi er hann fermdist. Samsett mynd

Guðrækni Arnars Þórs Jónssonar skín í gegn í fatastíl forsetaframbjóðandans, hvort sem það er skóvalið eða skartgripirnir.

Arnar Þór Jónsson leggur mikla áherslu á trú í sínu forsetaframboði. Hann hefur sagt að Jesús Kristur sé sín helsta fyrirmynd og að eitt af sínum fyrstu verkefnum sem forseti væri að setja kross á Bessastaðakirkju.

Það ætti því ekki að koma kjósendum á óvart að hann beri trúna með sér hvert sem hann fer. Það gerir hann í formi hálsmens.

Um háls Arnars hangir kross, en einnig skjöldur áritaður ritningarversinu sem Arnar þuldi er hann fermdist, samkvæmt upplýsingum frá framboðsteymi Arnars.

Í munkaskóm og með Frímúrarahring

Þegar Arnar er ekki í sundskýlu að taka á því með áhrifavöldum klæðist hann sérsaumuðum jakkafötum úr Herragarðinum.

Framboðsteymi Arnars sendi Smartlandinu svokallaða „fit pic“ af frambjóðandanum.
Framboðsteymi Arnars sendi Smartlandinu svokallaða „fit pic“ af frambjóðandanum. Ljósmynd/Aðsend

Jakkafötin eru dökk en til þess að lífga upp á litasamsetninguna klæðist hann gjarnan röndóttu bindi. 

Arnar Þór Jónsson.
Arnar Þór Jónsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá gengur hann einnig um í brúnum leðurskóm með sylgju, svokölluðum munkaskóm – sem gæti rímað við áherslur Arnars á kristna trú en gæti líka verið tilviljun. 

Brúnu skórnir bæta einnig smá lit í jakkafatasamsetninguna. Þetta er jú forsetaframboð, ekki kistulagning. Skórnir eru frá Lloyd og fást á skor.is. 

Þá klæðist hann oft tveimur hringum: giftingarhringnum annars vegar og hins vegar hring frá Frímúrarareglunni.

Munkaskór eru festir með sylgju, frekar en reimum.
Munkaskór eru festir með sylgju, frekar en reimum. Skjáskot/S4S
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda