Einn mest seldi útivistarjakkinn hjá íslenska hönnunarfyrirtækinu 66°Norður er Snæfell. Nú er búið að endurhanna jakkann og hann kominn í annað og betra efni.
„Við endurhönnuðum Snæfell til að uppfæra tæknilega eiginleika jakkans en jafnframt halda í einkenni hans sem hafa höfðað svo sterkt til þjóðarinnar. Þessi jakki hefur ekki þurft á miklum uppfærslum síðan hann var hannaður fyrst, enda hitti hann beint í mark fyrir íslenskan markað,” segir Guðbjörg Jakobsdóttir hönnuður hjá 66°Norður.
Nýi jakkinn er úr Polartec® Power Shield™ Pro efni sem er byltingarkennt að sögn Guðbjargar að því leiti að það er vatnshelt (20.000 mm) en um leið andar efnið einstaklega vel, er létt og teygist vel.
„Það þótti tímabært að gefa jakkanum örlittla uppfærslu. Helsta breytingin, er að nýja efnið er unnið úr plöntum í stað jarðolíu og er án allra PFAS efna. Það er tvöfalt vatnsheldara, er hljóðlátt og andar vel. Það gerir þennan jakka að algjörri neglu í útivistina,” segir hún.
„Við breyttum líka rennilásunum í að verða hanskavænni og uppfærðum aukahluti í umhverfistvænni kosti, allt til að þjóna tilganginum betur; að vernda umhverfið og bjóða upp á sem besta kost fyrir útivistina,” segir Guðbjörg ennfremur.
Hönnun jakkans er látlaus og sígild, meðal eiginleika jakkans eru öndunarop í gegnum vasa, sérmótaðir olnbogar og að jakkinn er síðari að aftan en framan. Það sem er sérstakt við Snæfell er að jakkinn er með fáa sauma, þrátt fyrir tæknilegt snið. Það gerir það að verkum að áhætta á leka í gegnum sauma er lágmörkuð, sniðið fellur einkar vel að líkamanum og fullnýting efnisins er hámörkuð.