Átta klukkustundir af upptökum fyrir rúma mínútu á TikTok

Það tók Emblu Wigum átta klukkustundir að taka upp svokallað …
Það tók Emblu Wigum átta klukkustundir að taka upp svokallað Asoka-förðunarmyndband á TikTok. Samsett mynd

Nýtt förðunartrend hefur tröllriðið samfélagsmiðlinum TikTok á undanförnum dögum og hafa þúsundir áhrifavalda um allan heim deilt myndböndum undir myllumerkinu #asokamakeup sem hafa mörg hver fengið mikla athygli og áhorfendatölur upp á hundruði milljóna. 

Trendið er innblásið af Bollywood-kvikmyndinni Asoka sem kom út árið 2001, en í myndböndunum er sýnd indversk brúðarförðun, hár og fatnaður í takt við eitt af lögum kvikmyndarinnar. 

Myndin sem um ræðir kom út árið 2001.
Myndin sem um ræðir kom út árið 2001. Ljósmynd/Imdb.com

Milljónir hafa horft á myndband Emblu

Meðal þeirra sem hafa deilt Asoka-förðunarmyndbandi er ein skærasta TikTok-stjarna landsins, Embla Wigum. Myndband hennar hefur vakið mikla athygli og hefur þegar fengið yfir 2,7 milljónir áhorfa. 

Eins og sjá má er heilmikil vinna á bak við myndbandið, ekki einungis þegar kemur að förðuninni heldur einnig klippingu myndbandsins og þarf allt að vera hárrétt tímasett. Förðunin er þó einnig tímafrek, en það tók Emblu heilar átta klukkustundir að taka myndbandið upp. 

@emblawigum ASOKA MAKEUP 🇮🇳 ib @jharna bhagwani @Sarah New #asokamakeup ♬ original sound - jharna bhagwani
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda