Elín klæddist Chanel í Cannes

Elín Hall var glæsileg í Cannes í Chanel.
Elín Hall var glæsileg í Cannes í Chanel. AFP/LOIC VENANCE

Leik­kon­an Elín Hall klædd­ist fatnaði frá franska tísku­hús­inu Chanel þegar kvik­mynd­in Ljós­brot var frum­sýnd á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es í dag, miðviku­dag. Með El­ínu voru fleiri leik­ar­ar mynd­ar­inn­ar sem og leik­stjór­inn Rún­ar Rún­ars­son. 

Elín sem fer með aðal­hlut­verk mynd­ar­inn­ar naut sín á rauða dregl­in­um eins og stór­stjörn­urn­ar sem streyma nú til frönsku ri­verí­unn­ar. 

Elín Hall á rauða dreglinum.
Elín Hall á rauða dregl­in­um. AFP/​CHRISTOPHE SIMON

Föt El­ín­ar eru úr haust- og vetr­ar­línu Chanel fyr­ir vet­ur­inn 2024 til 2025. Um er að ræða tví­skipt föt í fal­legu mynstri. Kjóll­inn er stutt­ur en yfir kjól­inn klædd­ist Elín eins kon­ar slá með erm­um. Þegar föt­in voru sýnd á tískupalli Chanel var fyr­ir­sæt­an með belti. Elín var hins veg­ar ekki með belti held­ur lék sér með slánna á rauða dregl­in­um með drama­tísk­um hætti. 

Hér má sjá fyrirsætu ganga tískupallinn fyrir Chanel í sama …
Hér má sjá fyr­ir­sætu ganga tískupall­inn fyr­ir Chanel í sama dressi. Ljós­mynd/​Chenel
Elín Hall klæddist fötum sem eru hluti af haust- og …
Elín Hall klædd­ist föt­um sem eru hluti af haust- og vetr­ar­línu Chanel. AFP/​LOIC VEN­ANCE
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda