Elín klæddist Chanel í Cannes

Elín Hall var glæsileg í Cannes í Chanel.
Elín Hall var glæsileg í Cannes í Chanel. AFP/LOIC VENANCE

Leikkonan Elín Hall klæddist fatnaði frá franska tískuhúsinu Chanel þegar kvikmyndin Ljósbrot var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í dag, miðvikudag. Með Elínu voru fleiri leikarar myndarinnar sem og leikstjórinn Rúnar Rúnarsson. 

Elín sem fer með aðalhlutverk myndarinnar naut sín á rauða dreglinum eins og stórstjörnurnar sem streyma nú til frönsku riveríunnar. 

Elín Hall á rauða dreglinum.
Elín Hall á rauða dreglinum. AFP/CHRISTOPHE SIMON

Föt Elínar eru úr haust- og vetrarlínu Chanel fyrir veturinn 2024 til 2025. Um er að ræða tvískipt föt í fallegu mynstri. Kjóllinn er stuttur en yfir kjólinn klæddist Elín eins konar slá með ermum. Þegar fötin voru sýnd á tískupalli Chanel var fyrirsætan með belti. Elín var hins vegar ekki með belti heldur lék sér með slánna á rauða dreglinum með dramatískum hætti. 

Hér má sjá fyrirsætu ganga tískupallinn fyrir Chanel í sama …
Hér má sjá fyrirsætu ganga tískupallinn fyrir Chanel í sama dressi. Ljósmynd/Chenel
Elín Hall klæddist fötum sem eru hluti af haust- og …
Elín Hall klæddist fötum sem eru hluti af haust- og vetrarlínu Chanel. AFP/LOIC VENANCE
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda