10 hlutir sem eru ómissandi á ströndina

Óskalisti vikunnar er sumarlegur!
Óskalisti vikunnar er sumarlegur! Samsett mynd

Júnímánuður er framundan með tilheyrandi sólarlandaferðum. Það er fátt sem við Íslendingar kunnum að meta jafn mikið og sólríkan dag á ströndinni eftir kaldan og dimman vetur á klakanum. Því prýða óskalista vikunnar tíu vörur sem er ómissandi að taka með sér á ströndina!

Ómissandi fyrir strandarferðina!

Það er ómissandi að vera með gott handklæði meðferðis á ströndina, bæði til að geta legið á en líka til að þurrka sér með eftir að maður kælir sig í sjónum. Það skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir ef handklæðið er fallegt, en þetta röndótta handklæði frá Tekla klikkar í öll boxin.

Handklæði frá Tekla fæst hjá epal og kostar 8.500 krónur.
Handklæði frá Tekla fæst hjá epal og kostar 8.500 krónur. Ljósmynd/Teklafabrics.com

Þægilegt og praktískt!

Fallegar „oversized“ skyrtur eru ekki bara flottar heldur líka praktískar fyrir sólarlandaferðina. Það er auðvelt að henda þeim yfir bikiníið á leiðinni á og frá ströndinni, en svo er líka hægt að nota þær við stuttbuxur eða pils til að rölta um bæinn.

Skyrta fæst hjá Zara og kostar 4.595 krónur.
Skyrta fæst hjá Zara og kostar 4.595 krónur. Ljósmynd/Zara.com

Innblástur frá Stokkhólmi!

Hver er ekki til í að fá innblástur frá tískugyðjunum í Stokkhólmi? Þessi flottu sólgleraugu eru úr samstarfslínu Corlin, en þau eru innblásin af Stokkhólmi og setja punktinn yfir i-ið á hvaða lúkki sem er. 

Sólgleraugu frá Corlin fást hjá Sis Bis og kosta 15.990 …
Sólgleraugu frá Corlin fást hjá Sis Bis og kosta 15.990 krónur. Ljósmynd/Sisbis.is

Litagleði og smáatriði!

Úrvalið af sundfötum hefur líklega sjaldan verið betra – það liggur við að því fylgi smá valkvíði. Með því að velja stílhrein sundföt í skemmtilegum lit getur þú verið viss um að slá í gegn, en þar að auki eru skemmtileg smáatriði á þessu bikiníi sem gleðja augað.

Bikiní fæst hjá H&M. Toppurinn kostar 1.940 krónur og buxurnar …
Bikiní fæst hjá H&M. Toppurinn kostar 1.940 krónur og buxurnar 1.790 krónur. Ljósmynd/Hm.com

Sumartaskan í ár!

Það er nauðsynlegt að eiga góða strandartösku fyrir sumarið. Þessi er í akkúrat réttri stærð og kemur í nokkrum fallegum litum.

Strandtaska frá Becksöndergaard fæst hjá Boozt og kostar 9.969 krónur.
Strandtaska frá Becksöndergaard fæst hjá Boozt og kostar 9.969 krónur. Ljósmynd/Becksondergaard.com

Það allra mikilvægasta!

Ef það er eitthvað sem þú verður að taka með þér á ströndina, þá er það góð sólarvörn. Þessi vörn frá EVY er sérstaklega gerð fyrir viðkvæma húð og kemur í nokkrum styrkleikum, en hana má nota bæði á líkamann og í andlitið. 

Sólarvörn frá EVY fæst hjá Lyfju og kostar 3.529 krónur.
Sólarvörn frá EVY fæst hjá Lyfju og kostar 3.529 krónur. Ljósmynd/50-ml.com

Það allra heitasta!

Það stefnir allt í að heklaðar vörur verði það allra heitasta í sumar, bæði í sundfatnaði en líka í sumarfatnaði. Þetta pils er ómissandi í fríið – skelltu þér í það eftir góðan dag á ströndinni og þú ert tilbúin í kvöldið.

Heklað pils fæst hjá Gina Tricot og kostar 12.895 krónur.
Heklað pils fæst hjá Gina Tricot og kostar 12.895 krónur. Ljósmynd/Ginatricot.is

Bókin sem þú nærð að klára!

Hver kannast ekki við að taka með sér bók til að lesa á ströndinni sem endar svo á því að vera ofan í tösku alla ferðina? Þessi bók er fullkomin í fríið því hún er hæfilega löng og þú munt ekki geta lagt hana frá þér!

Eyja eftir Ragnhildi Þrastadóttur fæst hjá Pennanum Eymundsson og kostar …
Eyja eftir Ragnhildi Þrastadóttur fæst hjá Pennanum Eymundsson og kostar 3.699 krónur. Ljósmynd/Penninn.is

Stílhreint og smart!

Það verða allir að eiga góða sandala sem eru stílhreinir og smart. Þessir ættu að falla vel í kramið hjá fagurkerum landsins!

Sandalar fást hjá Zara og kosta 8.995 krónur.
Sandalar fást hjá Zara og kosta 8.995 krónur. Ljósmynd/Zara.com

Kúrekasumarið mikla!

Tískusérfræðingar hafa spáð því að kúrekasumarið mikla sé framundan og því er vel við hæfi að fjárfesta í góðum strandhatt í kúrekasniði!

Hattur fæst hjá Ethic og kostar 4.900 krónur.
Hattur fæst hjá Ethic og kostar 4.900 krónur. Ljósmynd/Ethic.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda