Ásta Bjartmarz eigandi hárgreiðslustofunnar Beautybar í Kringlunni er mikil ilmvatnskona og á orðið ágætt safn af ilmvötnum. Hún lýsir sjálfri sér sem strákastelpu, klæðist sjaldan kjólum og hælum, en elskar að setja á sig gott ilmvatn.
Dagarnir eru annasamir hjá Ástu en ásamt því að reka farsælt fyrirtæki er hún tveggja barna móðir og nýbökuð amma. Aðspurð segist hún njóta sín best með þeim sem henni þykir vænt um og veit fátt betra en að eiga rólega stund á heimili sínu.
Smartland fékk Ástu til að rifja upp fimm ilmvötn sem hafa verið í uppáhaldi í gegnum ævina.
„Þetta er eitt af fyrstu ilmvötnunum sem ég eignaðist.
Ilmurinn einkenndi unglingsárin mín og þegar rauða járndósin birtist í huga mér þá get ég ekki annað en brosað. Ilmvatnið fær mig til að rifja upp unglingsárin og þúsaldartískuna, Buffaló-skór, Jeez-gallabuxur úr Gallabuxnabúðinni, hettupeysur úr Smash og augabrúnir, jafnþunnar og pennastrik. Þetta voru góðir tímar.
Ég ólst upp í Bakkahverfinu í Breiðholti og tel líklegt að Red Jeans-ilmurinn liggi enn í loftinu við Breiðholtskjör en allar stelpurnar úðuðu á sig heitasta ilminum á markaðnum áður en þær mættu að „tjilla“ við Breiðholtskjör.“
„Þetta er mjög dömulegur og góður ilmur sem hentar við öll tækifæri.
Ég kynntist Fierce þegar ég slysaðist inn í verslun Abercrombie & Fitch í New York fyrir mörgum árum. Ilmurinn er í miklu uppáhaldi og á ég hann alltaf til.“
„The Scent er tímalaust ilmvatn, mjög klassísk lykt.
Ég kynntist ilmvatninu fyrir slysni á Miami International Airport og hef notað það alla daga síðan.“
„Creed er æðislegur herrailmur sem ég elska að nota. Lyktin er sterk, voldug og mjúk. Þú þarft að vera sjálfsörugg til að bera ilminn, með alvöru karakter.
Oft er sagt að ilmvatn klæði mann en það á ekki við um þennan ilm, þú þarft að klæða hann.“
„Þessi er eitthvað annað góð.
Ilmvatnið uppgötvaði ég þegar samstarfskona mín á Beautybar spreyjaði því á sig inni á kaffistofu. Ég varð dáleidd á augabragði. Ilmurinn grípur mann strax og opnar nýjar víddir. Lyktin er seiðandi, skemmtileg, létt og fersk.
Í langan tíma var Cloud á topp tíu lista yfir kynþokkafyllstu ilmi í heimi og er ilmvatnið ein selda varan á Beautybar.