Þetta eru fimm heitustu sundfatatrendin í ár

Sunfatatískan í ár er sérlega fjölbreytt og skemmtileg!
Sunfatatískan í ár er sérlega fjölbreytt og skemmtileg! Samsett mynd

Að undanförnu höfum við fengið að sjá fleiri bikinímyndir og færri skíðamyndir á samfélagsmiðlum og það þýðir aðeins eitt – það er komið sumar og tími til að draga fram uppáhaldssundfötin!

Í ár er sundfatatískan bæði fjölbreytt og skemmtileg og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þeir sem aðhyllast minimalískan lífsstíl munu ekki eiga í neinum vandræðum með að finna sér falleg sundföt, og ekki heldur þeir sem elska litríkar flíkur og mynstur.

Smartland tók saman það allra heitasta í sundfatatískunni í ár, en tískusérfræðingar eru sammála um að það séu fimm trend sem verði sérlega áberandi í sumar. 

Stílhreinar línur

Minimalísk sundföt með stílhreinum línum og 90's yfirbragði eru áberandi um þessar mundir, en hvíti og svarti liturinn eru þar allsráðandi bæði í sundbolum og bikiníum.

Bikiní frá Monday Swimwear.
Bikiní frá Monday Swimwear. Ljósmynd/Mondayswimwear.com
Sundbolur frá American Eagle.
Sundbolur frá American Eagle. Ljósmynd/Ae.com
Bikiní fæst hjá Fou22. Toppurinn kostar 8.900 krónur og buxurnar …
Bikiní fæst hjá Fou22. Toppurinn kostar 8.900 krónur og buxurnar kosta 7.900 krónur. Ljósmynd/Fou22.is

Skemmtileg smáatriði

Að undanförnu hafa skemmtileg smáatriði sem gleðja augað verið allsráðandi í tískuheiminum, allt frá slaufum yfir í steina og pallíettur. Sundföt eru ekki undanskilin því trendi og því megum við búast við því að sjá óvænt smáatriði í sundfatatísku sumarsins.

Bikiní frá Monday Swimwear.
Bikiní frá Monday Swimwear. Ljósmynd/Mondayswimwear.com
Bikiní fæst hjá Lífstykkjabúðinni. Toppurinn kostar 25.900 krónur og buxurnar …
Bikiní fæst hjá Lífstykkjabúðinni. Toppurinn kostar 25.900 krónur og buxurnar kosta 11.900 krónur. Ljósmynd/Lifstykkjabudin.is
Bikiní fæst hjá Zara. Toppurinn kostar 4.595 krónur og buxurnar …
Bikiní fæst hjá Zara. Toppurinn kostar 4.595 krónur og buxurnar kosta 3.995 krónur. Ljósmynd/Zara.com

Mismunandi áferð

Í dag er hægt að fá sundföt með ýmiskonar áferð á, en það er akkúrat það sem setur oft punktinn yfir i-ið. Hekluð sundföt eru að koma sterk inn í sumartískuna í ár, en svo verður rykkt áferð einnig áberandi í sundfatnaði. 

Heklað bikiní frá White Fox Boutique.
Heklað bikiní frá White Fox Boutique. Ljósmynd/Whitefoxboutique.com
Silfrað bikiní frá Triangl.
Silfrað bikiní frá Triangl. Ljósmynd/Triangl.com
Bikiní frá Aim'n fæst hjá Wodbúð. Toppurinn kostar 5.500 krónur …
Bikiní frá Aim'n fæst hjá Wodbúð. Toppurinn kostar 5.500 krónur og buxurnar kosta 4.500 krónur. Ljósmynd/Wodbud.is

Heillandi mynstur

Mynstrin hafa verið með ótrúlega endurkomu í tískuheiminn á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega dýramynstur eins og hlébarða- og blettatígurmynstur. Þá hafa blómamynstur einnig heillað ófáa og því ekki ólíklegt að mynstruð bikiní verði með því vinsælasta í sumar. 

Bikiní frá Monday Swimwear.
Bikiní frá Monday Swimwear. Ljósmynd/Mondayswimwear.com
Bikiní frá Envii fæst hjá Gallerí 17. Toppurinn kostar 6.995 …
Bikiní frá Envii fæst hjá Gallerí 17. Toppurinn kostar 6.995 krónur og buxurnar kosta 5.995 krónur. Ljósmynd/Ntc.is
Sundbolur frá Baiia.
Sundbolur frá Baiia. Ljósmynd/Baiia.co

Sjarmerandi snið

Úrvalið af sundfötum í mismunandi sniðum hefur sjaldan verið meira, en í ár virðast ákveðin snið vera meira áberandi en önnur. Þar má nefna túbusundboli og -bíkiní með engum böndum yfir axlirnar, sundföt með bandi yfir aðra öxlina og sundföt með ermar sem ná niður á upphandleggina.

Öll þessi snið eiga það sameiginlegt að leyfa öxlunum og bringunni að njóta sín!

Sundbolurinn fæst hjá Zara og kostar 6.995 krónur.
Sundbolurinn fæst hjá Zara og kostar 6.995 krónur. Ljósmynd/Zara.com
Bikiní frá Maygel Coronel.
Bikiní frá Maygel Coronel. Ljósmynd/Net-a-porter.com
Sundbolur frá MyraSwim.
Sundbolur frá MyraSwim. Ljósmynd/Myraswim.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda